Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Umfjöllun Heimildarinnar um kosningarnar

Formanna­við­töl, kosn­inga­próf­ið og lif­andi kapp­ræð­ur.

Umfjöllun Heimildarinnar um kosningarnar
Starfsfólk Heimildarinnar Golli, Aðalsteinn Kjartansson, Sunna Ósk Logadóttir, Tómas Daði Valdimarsson, Margrét Marteinsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Auður Jónsdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Jón Trausti Reynisson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Davíð Þór Guðlaugsson, Ragnhildur Þrastardóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Georg Gylfason, Erla María Markúsdóttir og Erla Hlynsdóttir. Mynd: Golli

Formenn flokka sem bjóða fram til Alþingis og mælast með 2,5 prósenta fylgi hafa allir fengið boð um viðtal í Heimildinni til að kynna sín áherslumál. Sami rammi er um öll viðtölin og dregið var um dagsetningar. Formannaviðtölin verða birt í næstu blöðum og á vefsíðu Heimildarinnar verður hægt að nálgast hljóðútgáfu af viðtölunum. 

Í blaðinu er einnig fjallað um helstu áherslumálin í komandi kosningum undir liðnum: Um hvað er kosið? Þegar hefur verið fjallað um húsnæðismál og utanríkismál í síðustu blöðum. Í þessari viku er fjallað um verðhækkanir á matarkörfunni. 

Pressa og Pod blessi Ísland 

Pressa, þjóðmálaþáttur Heimildarinnar, er í beinni útsendingu á föstudögum klukkan tólf á hádegi og er aðgengilegur áskrifendum á vefnum. Fram að kosningum munu alþingismenn og frambjóðendur reglulega sitja fyrir svörum í Pressu.

Hlaðvarpsþátturinn Pod blessi Ísland er einnig helgaður óformlegum umræðum um kosningarnar út mánuðinn. 

Kosningaprófið, lýðræðishátíð og lifandi kappræður

Kosningapróf Heimildarinnar verður einnig á sínum stað í aðdraganda kosninga.

Lifandi kappræður fara síðan fram í Tjarnarbíói þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20. Miðasala fer fram í gegnum TIX og verður kynnt síðar.

Áður en kappræður hefjast verður flokkum boðið að vera með bása í anddyri Tjarnarbíós til að kynna sín stefnumál og ræða við kjósendur.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár