Formenn flokka sem bjóða fram til Alþingis og mælast með 2,5 prósenta fylgi hafa allir fengið boð um viðtal í Heimildinni til að kynna sín áherslumál. Sami rammi er um öll viðtölin og dregið var um dagsetningar. Formannaviðtölin verða birt í næstu blöðum og á vefsíðu Heimildarinnar verður hægt að nálgast hljóðútgáfu af viðtölunum.
Í blaðinu er einnig fjallað um helstu áherslumálin í komandi kosningum undir liðnum: Um hvað er kosið? Þegar hefur verið fjallað um húsnæðismál og utanríkismál í síðustu blöðum. Í þessari viku er fjallað um verðhækkanir á matarkörfunni.
Pressa og Pod blessi Ísland
Pressa, þjóðmálaþáttur Heimildarinnar, er í beinni útsendingu á föstudögum klukkan tólf á hádegi og er aðgengilegur áskrifendum á vefnum. Fram að kosningum munu alþingismenn og frambjóðendur reglulega sitja fyrir svörum í Pressu.
Hlaðvarpsþátturinn Pod blessi Ísland er einnig helgaður óformlegum umræðum um kosningarnar út mánuðinn.
Kosningaprófið, lýðræðishátíð og lifandi kappræður
Kosningapróf Heimildarinnar verður einnig á sínum stað í aðdraganda kosninga.
Lifandi kappræður fara síðan fram í Tjarnarbíói þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20. Miðasala fer fram í gegnum TIX og verður kynnt síðar.
Áður en kappræður hefjast verður flokkum boðið að vera með bása í anddyri Tjarnarbíós til að kynna sín stefnumál og ræða við kjósendur.
Athugasemdir