Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Grunaði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Vigdís Häsler, er sátt við lífið og tilveruna, sjö mánuðum eftir að stjórn Bændasamtakanna tilkynnti henni að krafta hennar væri ekki óskað lengur þar. Hún segist stolt af því sem hún og samstarfsfólk hennar komu til leiðar hjá samtökunum. Þau hafi lyft grettistaki í mörgum málum sem hafi legið óbætt hjá garði lengi.

Vigdís greindi frá því á Facebook 8. apríl síðastliðinn að hún væri að hætta hjá Bændasamtökunum en hún var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, fyrst kvenna, í byrjun árs 2021.

„Samstarfskonur mínar sögðu stundum bæði í gríni og alvöru; jæja, ertu að fara á fund með mönnunum,“ segir Vigdís en hún gegndi starfinu í þrjú ár.  Margrét Ágústa Sigurðardóttir er nú framkvæmdastjóri samtakanna.

„Stóðu ofboðslega óstyrkum fótum fjárhaglega“

Vigdís mætti til starfa í Bændahöllinni við Hagatorg í febrúar árið 2021. Hún segist hafa hlakkað til að vera talskona bænda. Fljótlega hafi þó komið á daginn að það yrði ekki …

Kjósa
136
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IB
    Ingimundur Bergmann skrifaði
    Þið á Heimildinni eigið þakkir skyldar fyrir að kafa ofan í þetta mál. Aðförin að Gunnari var þeim ekki til sóma sem að stóðu, svo ekki sé nú talað um framkomuna við Vigdísi.
    1
  • Haraldur Eiríksson skrifaði
    "Það er mjög miður og afskaplega vont þegar hagsmunasamtök einkennast af pólitík,“ segir Vigdís.
    Mér svelgdist einfaldlega á kaffinu við það að lesa þetta viðtal við fyrrum forsvarsmann Bændasamtakanna. Höfum það alveg á hreinu að pólitíkin var aldrei langt undan þegar hún var þar í forsvari.
    Nærtækt að taka sem dæmi að hún neitaði með öllu að álykta um sjókvíaeldismál, þrátt fyrir að skjólstæðingar hennar ættu mest undir í verndun íslenskra laxastofna, en um 3000 lögbýli í landinu fá arð af veiðirétti. Hún fylgdi einfaldlega þeirri pólitísku línu sem hún átti að fylgja, án þess að hugsa um sína skjólstæðinga.
    Og hvar skyldi Vigdís annars vera komin í vinnu núna?
    Jú mikið rétt - hún var að hefja störf hjá Kleifum laxeldi.
    0
  • GOR
    Gunnar Oddur Rósarsson skrifaði
    Þarna fer kona sem mark er takandi á. Afar góð úttekt. Þessi þráhyggja sumra með húðlit, er afar einkennileg. Það er innihaldið sem skiptir máli. Ekki umbúðirnar. Í tilfelli Vigdísar er hvort tveggja í fínasta lagi, finnst mér.
    0
  • Dalila Ubillus skrifaði
    Eres una mujer muy linda y hermoso tu niño de cuatro patitas
    0
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Snillingur þessi lögfræðingur og Íslendingur!!
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Laun heimsins eru vanþakklæti. Það er bara þannig
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár