Vigdís Häsler, er sátt við lífið og tilveruna, sjö mánuðum eftir að stjórn Bændasamtakanna tilkynnti henni að krafta hennar væri ekki óskað lengur þar. Hún segist stolt af því sem hún og samstarfsfólk hennar komu til leiðar hjá samtökunum. Þau hafi lyft grettistaki í mörgum málum sem hafi legið óbætt hjá garði lengi.
Vigdís greindi frá því á Facebook 8. apríl síðastliðinn að hún væri að hætta hjá Bændasamtökunum en hún var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, fyrst kvenna, í byrjun árs 2021.
„Samstarfskonur mínar sögðu stundum bæði í gríni og alvöru; jæja, ertu að fara á fund með mönnunum,“ segir Vigdís en hún gegndi starfinu í þrjú ár. Margrét Ágústa Sigurðardóttir er nú framkvæmdastjóri samtakanna.
„Stóðu ofboðslega óstyrkum fótum fjárhaglega“
Vigdís mætti til starfa í Bændahöllinni við Hagatorg í febrúar árið 2021. Hún segist hafa hlakkað til að vera talskona bænda. Fljótlega hafi þó komið á daginn að það yrði ekki …
Athugasemdir (1)