Víkingur og Yuja Wang sem eru meðal skærustu stjarnanna í píanóheiminum um þessar mundir héldu á dögunum tvenna tónleika í Hörpu. Þetta var í fyrsta sinn sem Yuja Wang kom fram á Íslandi en tónleikarnir í Eldborg voru upphafið á tónleikaferð hennar og Víkings um heiminn. Þau munu meðal annars spila í Carnegie Hall í New York, Royal Festival Hall í London, Fílharmóníusal Berlínar og Parísar.
Tveir flyglar var yfirskrift tónleikanna í Hörpu og sagði í kynningu að þessir stjörnupíanistar væru nú að sameina krafta sína í fyrsta sinn. Efnisskráin væri bæði litrík og kraftmikil, allt frá angurværri rómantík til leiftrandi tónlistarlegrar flugeldasýningar.
Fyrri tónleikarnir voru sunnudagskvöldið 20. október og hinir síðari daginn eftir, að kvöldi mánudags.
Ungi óþekkti maðurinn á sviðinu
Rétt áður en tónleikarnir byrjuðu …
Athugasemdir