Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að hún hafi einungis haft samband við Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að fá upplýsingar um mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans, að morgni dags 16. september, þegar brottvísun fjölskyldunnar stóð enn yfir.
Þetta kemur fram í færslu frá ráðherranum á Facebook. „Við ríkislögreglustjóri áttum eitt stutt samtal rétt eftir klukkan 7 umræddan dag áður en náðist í dómsmálaráðherra,“ segir Áslaug Arna í færslu sinni, sem er viðbragð við frétt Heimildarinnar um samskipti hennar og Jóns Gunnarsson, óbreytts þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við ríkislögreglustjóra að morgni dags 16. september.
Bæði þau Áslaug Arna og Jón eru fyrrverandi dómsmálaráðherrar og sem slíkir fyrrverandi yfirmenn ríkislögreglustjóra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og raunar fleiri stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra, nú þingmaður Vinstri grænna, hafi sett sig í …
Athugasemdir