Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áslaug kveðst hafa hringt til að fá upplýsingar

Ann­ar af tveim­ur fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra að morgni dags 16. sept­em­ber sl. vegna brott­vís­un­ar­máls Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu seg­ist ekki hafa lýst neinni skoð­un né haft af­skipti af mál­inu, í skila­boð­um og síð­ar sím­tali til rík­is­lög­reglu­stjór­ans. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir seg­ist ein­ung­is hafa ver­ið að afla sér upp­lýs­inga um raun­veru­lega stöðu mála.

Áslaug kveðst hafa hringt til að fá upplýsingar
Áslaug Arna Mynd: Golli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að hún hafi einungis haft samband við Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að fá upplýsingar um mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans, að morgni dags 16. september, þegar brottvísun fjölskyldunnar stóð enn yfir. 

Þetta kemur fram í færslu frá ráðherranum á Facebook. „Við ríkislögreglustjóri áttum eitt stutt samtal rétt eftir klukkan 7 umræddan dag áður en náðist í dómsmálaráðherra,“ segir Áslaug Arna í færslu sinni, sem er viðbragð við frétt Heimildarinnar um samskipti hennar og Jóns Gunnarsson, óbreytts þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við ríkislögreglustjóra að morgni dags 16. september.

Bæði þau Áslaug Arna og Jón eru fyrrverandi dómsmálaráðherrar og sem slíkir fyrrverandi yfirmenn ríkislögreglustjóra. 

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og raunar fleiri stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra, nú þingmaður Vinstri grænna, hafi sett sig í …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár