Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ráðherrar Vinstri grænna orðnir óbreyttir þingmenn

Þrír ráð­herr­ar Vinstri grænna gengu út af rík­is­ráðs­fundi á Bessa­stöð­um sem óbreytt­ir þing­menn. Starf­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hef­ur tek­ið við. For­menn þeirra flokka skiptu á milli sín ráðu­neyt­un­um sem Vinstri græn stýrðu áð­ur.

Ráðherrar Vinstri grænna orðnir óbreyttir þingmenn
Í kjölfar þess að forsætisráðherra fékk heimild til að rjúfa þing komu ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna saman á Bessastöðum þar sem haldinn var ríkisráðsfundur. Eftir fundinn voru ráðherrarnir þremur færri. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hélt til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands á mánudag þar sem hann óskaði eftir heimild til þingrofs. Daginn áður hafði Bjarni greint formönnum samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn frá þessari fyrirætlan sinni, þeim Sigurði Inga Jóhannessyni og Svandísi Svavarsdóttur.

Ekki hafði hins vegar verið boðað til ríkisstjórnarfundar til að ræða þetta og telst upplýsingagjöf forsætisráðherra til þeirra því hafa verið með óformlegum hætti, en ekki eftir þeim formlegu leiðum sem hefðbundið er að fara við slíkar aðstæður, þó þingrof sé sannarlega allt annað en hefðbundinn gjörningur.

Seinna um daginn ræddi Halla við formenn annarra flokka sem sæti eiga á þingi, einn í einu, um þær hugmyndir sem Bjarni hafði lagt fyrir hana um að rjúfa þing. 

Næsta dag, á þriðjudag, hélt forsætisráðherra aftur á fund við forseta, nú til að biðjast lausnar frá embætti sínu og ráðuneytisins. Seinna sama dag tilkynnti forsetinn að hún hafi fallist á þingrofið.

Þá sagði Svandís að Vinstri græn myndu ekki taka þátt í starfsstjórn fram að kosningum og gaf sömuleiðis út að næsta dag yrðu ráðherrar flokksins orðnir að almennum þingmönnum.

Seinna kom í ljós að ákveðin formsatriði þyrfti að uppfylla áður en það yrði staðan, formsatriði sem yrðu afgreidd á ríkisráðsfundi, en Svandís sagði ennfremur í gær að hún hafi fengið „misvísandi“ skilaboð frá forsætisráðuneytinu um hvenær ráðherrar Vinstri grænna hættu að vera ráðherrar.

Ráðherrarnir rituðu nöfn sín í gestabók hjá forseta Íslands á Bessastöðum þegar þeir mættu á ríkisráðsfundinn.

Þessi formsatriði voru síðan afgreidd á ríkisráðsfundi sem haldinn var á Bessastöðum klukkan 18 í dag.

Þegar tilkynnt var um það, eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag, að þeir myndu taka yfir þessi ráðuneyti sagði Bjarni aðspurður að þetta hefði verið gert á þennan hátt - að formennirnir tækju þau yfir - vegna þess að þetta sé bráðabirgðaráðstöfun sem vonast sé til að vari ekki lengi. Fordæmi væru fyrir því að ráðherrar taki yfir ráðuneyti við slíkar aðstæður.

Þingið var formlega rofið í morgun og við tekur kosningabaráttan, en kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember.

Þangað til mun starfsstjórnin, undir forystu Bjarna, þó vinna að því að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um þingið en það var lagt fram áður en til stjórnarslita kom. Bjarni hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að afgreiða fjárlögin og vonast til samstarfs allra flokka á Alþingi til þess.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár