Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ágreiningurinn um útlendingamáin

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.

Eitt stærsta þrætuepli þeirrar ríkisstjórnar sem nú hefur verið leyst upp snerist ekki um kjör Íslendinga heldur útlendinga. Raunar smáan hluta af þeim útlendingum sem eru búsettir hér, útlendinga sem margir hverjir fara héðan aftur; svokallaða hælisleitendur. Þó að um þrætuepli hafi verið að ræða samþykkti þingflokkur Vinstri grænna umdeild útlendingafrumvörp Sjálfstæðisflokksins einróma, frumvörp sem hafa haft verulegar afleiðingar fyrir lítinn hóp hælisleitenda og flóttafólks. Oft höfðu þessi frumvörp þó verið til mikillar umræðu innan ríkisstjórnarinnar og breyst í meðförum hennar og nefnda, áður en þau komu til samþykktar.

Umræðan um þennan hóp á hinum pólitíska vettvangi hefur farið hækkandi á síðastliðnum tveimur árum eða svo en hópur þeirra hefur vissulega farið stækkandi á sama tíma, þó að hann hafi dregist saman að nýju í ár. Á blaðamannafundi um síðastliðna helgi, þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti stjórnarslit, nefndi hann efnahagsmálin sem mikilvægasta mál ríkisstjórnarinnar og málefni hælisleitenda næstmikilvægust. Í sömu …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þađ er sárt til þess ađ vita ađ blađamađur Heimildarinnar skuli éta upp botnlausann áróđur og lygar ,,famsóknarmanna" Íslands, þeirra sem sjá skrattann í öllu erlendu, innflutningi á matvöru sem fólki, sölu á landi sem fyrirtækjum en eru ađ stunda þađ þegar nauđsin krefur og hagnađurinn er nægur.
    0
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Þessi frétt er með ólíkindum. Blaðamaðurinn hlýtur að vita að þetta er alrangt.

    Vinstri græn studdu svo sannanlega ekki útlendingafrumvörp ráðherra Sjálfstæðisflokksins "þangað til rétt í lokin". Allt kjörtímabilið var slagur og togstreita milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Þetta var öllum ljóst og margoft rætt í fjölmiðlum.

    Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hrökkluðust hvað eftir annað til baka með sín frumvörp. Guðrún Hafsteinsdóttir var æf yfir því að koma ekki í gegnum ríkisstjórnina frumvarpi um lokaðar búðir fyrir innflytjendur. Jón Gunnarsson hefur opinberlega kennt VG um að hann hrökklaðist úr ríkisstjórn án þess að koma í gegn útlendingafrumvarpinu sem hann vildi leggja fram. Hugmyndin um lokaðar búðir fyrir innflytjendur var á döfinni hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins allt kjörtímabilið en ekki eingöngu í lokin. Þetta veit alþjóð.

    Hvers vegna fer Ragnhildur Þrastardóttir vísvitandi með rangt mál? Verður ekki að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir hafi einföld sannindi á hreinu? Eru blaðamenn Heimildarinnar pólitískir áróðursmenn en ekki fréttamenn?
    3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Ofangreind athugasemd varð til þess að blaðamaður breytti fyrirsögn og inngangi greinarinnar. Áður var fyrirsögnin:

      „Vinstri græn studdu útlendingafrumvörp Sjálfstæðismanna þangað til rétt í lokin“

      og inngangurinn eftir því.
      0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Fasisminn riður víða röftum á Íslandi
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár