Eitt stærsta þrætuepli þeirrar ríkisstjórnar sem nú hefur verið leyst upp snerist ekki um kjör Íslendinga heldur útlendinga. Raunar smáan hluta af þeim útlendingum sem eru búsettir hér, útlendinga sem margir hverjir fara héðan aftur; svokallaða hælisleitendur. Þó að um þrætuepli hafi verið að ræða samþykkti þingflokkur Vinstri grænna umdeild útlendingafrumvörp Sjálfstæðisflokksins einróma, frumvörp sem hafa haft verulegar afleiðingar fyrir lítinn hóp hælisleitenda og flóttafólks. Oft höfðu þessi frumvörp þó verið til mikillar umræðu innan ríkisstjórnarinnar og breyst í meðförum hennar og nefnda, áður en þau komu til samþykktar.
Umræðan um þennan hóp á hinum pólitíska vettvangi hefur farið hækkandi á síðastliðnum tveimur árum eða svo en hópur þeirra hefur vissulega farið stækkandi á sama tíma, þó að hann hafi dregist saman að nýju í ár. Á blaðamannafundi um síðastliðna helgi, þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti stjórnarslit, nefndi hann efnahagsmálin sem mikilvægasta mál ríkisstjórnarinnar og málefni hælisleitenda næstmikilvægust. Í sömu …
Vinstri græn studdu svo sannanlega ekki útlendingafrumvörp ráðherra Sjálfstæðisflokksins "þangað til rétt í lokin". Allt kjörtímabilið var slagur og togstreita milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Þetta var öllum ljóst og margoft rætt í fjölmiðlum.
Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hrökkluðust hvað eftir annað til baka með sín frumvörp. Guðrún Hafsteinsdóttir var æf yfir því að koma ekki í gegnum ríkisstjórnina frumvarpi um lokaðar búðir fyrir innflytjendur. Jón Gunnarsson hefur opinberlega kennt VG um að hann hrökklaðist úr ríkisstjórn án þess að koma í gegn útlendingafrumvarpinu sem hann vildi leggja fram. Hugmyndin um lokaðar búðir fyrir innflytjendur var á döfinni hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins allt kjörtímabilið en ekki eingöngu í lokin. Þetta veit alþjóð.
Hvers vegna fer Ragnhildur Þrastardóttir vísvitandi með rangt mál? Verður ekki að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir hafi einföld sannindi á hreinu? Eru blaðamenn Heimildarinnar pólitískir áróðursmenn en ekki fréttamenn?
„Vinstri græn studdu útlendingafrumvörp Sjálfstæðismanna þangað til rétt í lokin“
og inngangurinn eftir því.