Sigríður Lárusdóttir segist vera af þeirri kynslóð sem jafnvel hváði þegar rætt var um kynferðislega áreitni og segist ekki viss hvort reynsla hennar sé nógu krassandi til að segja frá í viðtali. Hún hefur tvær ólíkar sögur að segja frá sitthvorum vinnustaðnum og segist ekki þurfa að bera þessa skömm sem fylgir þögninni.
„Ég vann hjá einkafyrirtæki þar sem voru nokkrir eigendur. Einn þeirra var fráskilinn eða ekkill og var almennt mjög hlédrægur í framkomu. Hins vegar þegar vinnufélagar komu saman og fengu sér í glas, svo sem þegar farið var út að borða, á árshátíð eða í vinnuferðir, þá fór hann algerlega yfir strikið gagnvart mér. Hann gerði sér meðal annars far um að sitja við hliðina á mér, átti það til að strjúka mér undir borðinu og tók undir arminn á mér óboðinn þegar farið var á milli staða,“ segir Sigríður.
„Maður þröngvar sér ekki upp á …
Athugasemdir