Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ósmekklegt bréf frá eiganda sem áreitti hana

Sig­ríð­ur Lár­us­dótt­ir er ein fjöl­margra kvenna sem hef­ur orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni á vinnu­stað. Eft­ir að hún kvart­aði und­an fram­komu yf­ir­manns í garð starfs­fólks var henni sagt upp og seg­ir hún að sá sem hafði áreitt hana hafi skrif­að henni ósmekk­legt bréf með rök­stuðn­ingi fyr­ir upp­sögn­inni.

Ósmekklegt bréf frá eiganda sem áreitti hana
Reynslan Sigríður lítur á kynferðislegu áreitnina sem hún varð fyrir sem kynbundið virðingarleysi. Hún telur mikilvægt að fólk tilkynni kynferðislega áreitni á vinnustað. Mynd: Golli

Sigríður Lárusdóttir segist vera af þeirri kynslóð sem jafnvel hváði þegar rætt var um kynferðislega áreitni og segist ekki viss hvort reynsla hennar sé nógu krassandi til að segja frá í viðtali. Hún hefur tvær ólíkar sögur að segja frá sitthvorum vinnustaðnum og segist ekki þurfa að bera þessa skömm sem fylgir þögninni.

„Ég vann hjá einkafyrirtæki þar sem voru nokkrir eigendur. Einn þeirra var fráskilinn eða ekkill og var almennt mjög hlédrægur í framkomu. Hins vegar þegar vinnufélagar komu saman og fengu sér í glas, svo sem þegar farið var út að borða, á árshátíð eða í vinnuferðir, þá fór hann algerlega yfir strikið gagnvart mér. Hann gerði sér meðal annars far um að sitja við hliðina á mér, átti það til að strjúka mér undir borðinu og tók undir arminn á mér óboðinn þegar farið var á milli staða,“ segir Sigríður. 

„Maður þröngvar sér ekki upp á …
Kjósa
84
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár