Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“

Mikil umræða hefur eðlilega verið í íslensku samfélagi um atburðina á Gaza undanfarið ár og fréttaflutningurinn linnulaus. En hvernig hefur samtalið um það sem er í gangi verið? Ásakanir um gyðingahatur hafa stundum mætt þeim sem gagnrýna Ísrael og sömuleiðis þeim sem fjalla um málefni Palestínu á opinberum vettvangi í víðara samhengi en því að árás vígamanna frá Gaza á Ísrael 7. október í fyrra hafi átt sér stað í einhverju tómarúmi.

Heimildin ræddi um umræðuna um Palestínu við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum. Hann er örugglega flestum sem fylgjast vel með innlendum fréttum kunnugur fyrir að miðla sterkum skoðunum á raflínum á Reykjanesskaga undanfarin ár. Færri ef til vill vita er að hann hefur lengi látið málefni Palestínu sig varða og hefur ekki hikað við að setja skoðanir fram í umræðu á samfélagsmiðlum.

Í samtali við Heimildina segir Gunnar Axel að hann telji að það ríki „ákveðin þöggun …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár