Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Yazan kominn með alþjóðlega vernd

Hinn ell­efu ára gamli Yaz­an Tamimi og for­eldr­ar hans fengu í dag al­þjóð­lega vernd á Ís­landi á grund­velli sjón­ar­miða um við­bót­ar­vernd. Fjöl­skyld­an er að sögn lög­fræð­ings þeirra bæði hrærð og glöð.

Yazan kominn með alþjóðlega vernd

Yazan Tamimi, ellefu ára hælisleitandi frá Palestínu, og foreldrar hans fengu í dag alþjóðlega vernd á Íslandi á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur fjölskyldunnar, í samtali við Heimildina.

Albert segir að þetta þýði að fjölskyldan fái tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geti síðan endurnýjað. „Það þýðir að þau eru örugg á Íslandi.“

Spurð hvernig fjölskyldan hafi það segir Albert að þau séu bæði hrærð og glöð. „Þetta er búið að vera svolítið erfiður tími og þau eru þreytt.  En það að fyrsta sem Mohsen [faðir Yazans] sagði var að hann vildi skrifa bréf til allra Íslendinga sem hefðu aðstöðað þau. Ég geri ráð fyrir því að ég fari að hjálpa honum við það fljótlega.“

Mál Yazans hefur vakið talsverða athygli undanfarið. Drengurinn er með vöðvarýrunarsjúkdóminn Duchenne og notast við hjólastól. Gerð var tilraun til að flytja fjölskylduna úr landi í síðasta mánuði, en lögregla sótti drenginn þar sem hann lá inni á Landspítalanum og flutti á Keflavíkurflugvöll. Brottvísuninni var mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og boðað var til mótmæla.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fór fram á að hætt yrði við brottflutning Yazans eftir að ráðherrar Vinstri grænna báðu um að málið yrði rætt í ríkisstjórn. 

Yazan þarf mikla sérhæfða heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdóms síns. „Nú gengur hann inn í sama kerfi og Íslendingar búa við,“ segir Albert. Hann mun því geta fengið þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf. 

Albert bætir við að kerfið hafi tekið vel við sér eftir að reynt var að brottvísa fjölskyldunni. „Kærunefnd opnaði málið mjög fljótt. Útlendingastofnun boðaði þau hratt í viðtal. Það má hrósa þeim stofnunum – hvað þau hafa unnið þetta hratt síðustu tvær vikur. Það hefur létt á óvissu og komið ákveðinni festu í þetta mál.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hann er þá loksins öruggur blessaður drengurinn.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár