Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
Álver Losun frá álverum hefur verið á svipuðu róli í fleiri ár enda verksmiðjum hvorki fjölgað né fækkað. Mynd: Golli

Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðnaði á Íslandi dróst saman um 3,3 prósent milli áranna 2022 og 2023 samkvæmt splunkunýjum bráðabirgðatölum um losun á Íslandi. Fimm fyrirtæki í málmbræðslu falla undir ETS-viðskiptakerfið svokallaða í loftslagsbókhaldinu og losuðu þau í fyrra samtals yfir 40 prósent af allri losun ef frá er talin losun frá landnotkun. 

„Þannig að það verður alltaf dýrara og dýrara, eftir því sem tíminn líður, að losa“
Birgir Urbancic Ásgeirsson,
sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Samdráttur er af hinu góða, enda er það markmiðið með hinu samevrópska ETS-kerfi, þar sem losunarheimildir geta gengið kaupum og sölum, að draga úr losun um heil 62 prósent fyrir árið 2030 miðað við losunina sem var árið 2005. Sífellt mun því þrengja að möguleikum til kaupa fyrirtækja á losunarheimildum sem munu þá verða dýrari eftir því sem þær verða fágætari vara.

En ef litið er nánar á stóriðjuna í uppgjöri ársins 2023 kemur í ljós að losun frá álframleiðslu jókst um 3,6 prósent á milli ára og er 31% af heildarlosun Íslands í fyrra. Lækkun stóriðjunnar í heild er til komin vegna þess að losun frá kísil- og járnblendifyrirtækjum dróst umtalsvert saman. 

Það á sér einfaldar skýringar. Þau síðastnefndu framleiddu einfaldlega minna en árið áður. Að sama skapi framleiddu álfyrirtækin meira og það skýrir aukna losun þeirra. 

Lítið að frétta

En er samdráttur í losun frá stóriðju eingöngu tengdur minni framleiðslu, eru þessi fyrirtæki ekki að gera neitt annað sem skiptir máli í þessu sambandi?

Birgir Urbancic Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir það rétt að breytingar á losun þessa iðnaðar haldist nánast alfarið í hendur við framleiðsluna. 

SérfræðingurBirgir Urbancic Ásgeirsson.

Eina aðra breytu má telja til sem stuðlar að samdrætti en það er notkun á viðarkurli í stað kola líkt og Járnblendið á Grundartanga gerir. Þannig hafi tekist að draga úr losun frá þeirri verksmiðju. „En svona í heildina er þetta í sambandi við framleiðslu og það er lítið að frétta, ef svo mætti segja, í losun frá þessum iðnaði á Íslandi.“

Þetta er svo risastór þáttur þegar kemur að losun. Þyrfti ekki að vera meiri áhersla á þennan geira?

„Nú ertu komin í pólitíkina,“ segir Birgir og hlær létt. Vissulega sé mikilvægt að tækla stóru losunarþættina, til að ná settum markmiðum, en þá kemur að flokkun út frá skuldbindingum. 

Flokkað eftir skuldbindingum

Losun Íslands má almennt skipta í þrjá meginflokka þegar hún er skoðuð út frá skuldbindingum gagnvart ESB. Flokkarnir eru samfélagslosun, landnotkun og losun sem fellur undir ETS, viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Innan viðskiptakerfisins eru stóru einstaka losendurnir, stóriðja og flug. 

Innan samfélagslosunar, þar sem eru samgöngur, úrgangsmálin og allt hitt, þá berum við í raun ábyrgð sem ríkið Ísland, segir Birgir. Við erum búin að skuldbinda okkur til að draga úr okkar losun, líkt og hvert og eitt ríki Evrópu. „Hins vegar, hvað varðar þessa stórnotendur, þá er sá flokkur tekinn út fyrir sviga. Ekki í merkingunni að við ætlum ekki að tækla það, heldur að það er byggt sér kerfi utan um þá. Þar segja menn: Við ætlum ekki að tækla þetta per ríki heldur ætlum við saman sem Evrópa að ná samdrætti, óháð því innan hvaða landamæra það gerist.“

Dýrara og dýrara

Viðskiptakerfið er líkt kvótakerfi, útskýrir Birgir. Það sé ákveðinn kvóti á losun og hann fari minnkandi með hverju árinu. „Þannig að það verður alltaf dýrara og dýrara, eftir því sem tíminn líður, að losa.“ Hugmyndin er sú að rekstraraðilar fari í breytingar hjá sér því það sé ódýrast. Því ef fyrirtækin ná losun niður geta þau selt öðrum heimildir og þeir sem ná því ekki þurfa að kaupa. Þetta þýðir að þar sem hægt er að draga úr losun á sem hagkvæmastan hátt, þar verður dregið úr henni. „Andrúmsloftinu er alveg sama um hvort einhver sameind koltvíoxíðs losni á Ítalíu eða á Íslandi. Við viljum bara minnka þessa losun,“ segir Birgir. 

Fimm stórar verksmiðjur á Íslandi eru innan þessa viðskiptakerfis. Þau sjálf þurfa að greiða fyrir losun með því að kaupa heimildir frá öðrum. Þannig að það á að skapast fjárhagslegur hvati til að draga úr henni. 

Stóru póstarnirÁlframleiðsla er stærsti staki losunarþátturinn á Íslandi.

Samfélagslosunin er gerð upp með öðrum hætti. Kostnaður sem fellur til vegna hennar, ef til þess kemur, lendir á skattgreiðendum. Ef markmið nást ekki þarf að kaupa heimildir frá öðru landi. „Það mætti kannski segja að þó að við sjáum ekki samdrátt á Íslandi hjá þessum aðilum, ál-, kísil- og járnblendifyrirtækjum, þá þýðir það ekki að þátttaka í þessu kerfi skili ekki einhverju. Samdrátturinn verður einhvers staðar annars staðar í Evrópu í staðinn. Því hann er í raun þvingaður með þessum kvóta, með þessum losunarheimildum.“

Birgir segir að eins og staðan er núna sé ekki að sjá að samdráttur verði í losun frá stóriðju hér á landi nema með minni framleiðslu. Nú eða ef einni verksmiðju er lokar, svo dæmi sé tekið.  

Föngun og förgun?

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er að finna aðgerð um að setja upp áætlun sem raungerir föngun frá staðbundnum iðnaði. Aðgerðin er á hugmyndastigi samkvæmt áætluninni. 

Birgir segir að Carbfix-tækninni hafi hingað til verið beitt í tengslum við losun frá Hellisheiðarvirkjun. „Þar hefur koltvíoxíð verið fangað og því dælt niður í jörðina þannig að það steinrennist. Og það hefur minnkað losun frá jarðvarmavirkjunum,“ bendir hann á.

Nú horfi menn til þess hvort hægt sé að fanga koltvíoxíð frá iðnaði – beint frá viðkomandi verksmiðjum. „Það er ekki byrjað að gera slíkt en menn þurfa að skoða hvort það sé hægt og þróa þá til þess tækni – að fanga það og dæla því svo niður.“ Ef þetta myndi raungerast þá myndi losun innan ETS-viðskiptakerfisins minnka. Birgir segir þetta dæmi um hvernig kerfið eigi að virka. Fyrirtæki þurfi að greiða fyrir losun og því sé hvati til þess að finna leiðir til að draga úr henni.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
4
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.
Guðrún Schmidt
6
Aðsent

Guðrún Schmidt

Gnægta­borð alls heims­ins heima hjá mér

Fræðslu­stjóri Land­vernd­ar skrif­ar um hvernig eft­ir­spurn vest­rænna ríkja eft­ir jarð­ar­berju, blá­berj­um, avóka­dó og mangó hafi stór­auk­ið þaul­rækt­un á þess­um mat­vör­um með tölu­verð­ar nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar fyr­ir nátt­úru á fram­leiðslu­svæð­un­um. Við bæt­ist brot á mann­rétt­ind­um verka­fólks sem oft verða að þræl­um nú­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár