Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei notið meiri stuðnings meðal almennings en nú, að minnsta kosti ekki síðan farið var að spyrja með reglulegum hætti árið 2011, samkvæmt nýrri könnun. Mynd: Úr safni

Rúm 45 prósent landsmanna eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna. Hlutfall þeirra sem segjast hlynnt aðild hefur aldrei mælst hærra, frá því að Maskína og áður MMR hófu að spyrja þessarar spurningar reglulega árið 2011.

Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 24. september og voru svarendur 1.067 talsins, en um er að ræða netkönnun sem lögð var fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur sem dreginn er af handahófi úr Þjóðskrá.

Jafn mörg mjög hlynnt og mjög andvíg

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 45,3 prósent hlynnt aðild, 35,7 prósent andvíg og 19 prósent svarenda sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Alls bárust 892 gild svör, sem þetta niðurbrot byggir á. 22,7 prósent sögðust mjög hlynnt aðild en 22,8 eru mjög andvíg aðild. 

Maskína45,3 prósent segjast hlynn aðild Íslands að ESB í nýrri könnun Maskínu.

Að auki svöruðu 175 manns því til, eða rúm 16 prósent allra svarenda að þau ýmist vissu ekki hvað þeim þætti um aðild Íslands að ESB, eða vildu ekki svara spurningunni. 

Miklar sviptingar hafa orðið á afstöðu landsmanna til aðildar að Evrópusambandinu á undanförnum misserum, en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2022 er líkt og landsmenn hafi, af einhverjum orsökum, orðið hallari undir aðild Íslands að sambandinu. 

Evrópuspurningin í tímaröðEins og sjá má hafa orðið miklar breytingar á síðustu misserum varðandi afstöðu Íslendinga til aðildar að ESB.

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir í samtali við Heimildina að erfitt sé að átta sig á því sem fólk er að hugsa, en að einhverskonar viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fólk hafi í auknum mæli farið að hugsa um „staðsetningu Íslands í samfélagi þjóðanna“

„Ég held að það sé höfuðskýringin. Síðan held ég líka að hluta til að þetta séu efnahagsmálin hérna hjá okkur; vaxandi verðbólga, hækkandi vextir og erfiðari greiðslubyrði fyrir margt fólk. Það er þekkt staðreynd að í málum sem þessum hefur efnahagsástand áhrif,“ segir Jón Steindór. 

Skýrir flokkadrættir

Þegar könnunin er brotin niður eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sjást skýrar flokkalínur. Stuðningsfólk Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata er langsamlega hallast undir aðild, en þau sem segjast hafa í hyggju að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn eru andvígust aðild að sambandinu. 

Jón SteindórFormaður Evrópuhreyfingarinnar sat áður á þingi fyrir Viðreisn.

Spurður út í þessa flokkadrætti segir Jón Steindór að afstaða fólks virðist litast af því hvað forystufólk flokkanna segir um málið á hverjum tíma.

„Það eru ekkert rosalega mörg ár, eins og með Sjálfstæðisflokkinn, þar sem þetta var 50/50 mál í þeim flokki. En síðan þá hefur flokkurinn bæði minnkað og orðræða forystunnar breyst,“ segir Jón Steindór og nefnir einnig að stuðningsfólk bæði Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins séu jákvæðari í garð aðildar Íslands að ESB en halda mætti, sé horft til áherslna sem komið hafi frá forystu þessara flokka.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár