Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei notið meiri stuðnings meðal almennings en nú, að minnsta kosti ekki síðan farið var að spyrja með reglulegum hætti árið 2011, samkvæmt nýrri könnun. Mynd: Úr safni

Rúm 45 prósent landsmanna eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna. Hlutfall þeirra sem segjast hlynnt aðild hefur aldrei mælst hærra, frá því að Maskína og áður MMR hófu að spyrja þessarar spurningar reglulega árið 2011.

Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 24. september og voru svarendur 1.067 talsins, en um er að ræða netkönnun sem lögð var fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur sem dreginn er af handahófi úr Þjóðskrá.

Jafn mörg mjög hlynnt og mjög andvíg

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 45,3 prósent hlynnt aðild, 35,7 prósent andvíg og 19 prósent svarenda sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Alls bárust 892 gild svör, sem þetta niðurbrot byggir á. 22,7 prósent sögðust mjög hlynnt aðild en 22,8 eru mjög andvíg aðild. 

Maskína45,3 prósent segjast hlynn aðild Íslands að ESB í nýrri könnun Maskínu.

Að auki svöruðu 175 manns því til, eða rúm 16 prósent allra svarenda að þau ýmist vissu ekki hvað þeim þætti um aðild Íslands að ESB, eða vildu ekki svara spurningunni. 

Miklar sviptingar hafa orðið á afstöðu landsmanna til aðildar að Evrópusambandinu á undanförnum misserum, en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2022 er líkt og landsmenn hafi, af einhverjum orsökum, orðið hallari undir aðild Íslands að sambandinu. 

Evrópuspurningin í tímaröðEins og sjá má hafa orðið miklar breytingar á síðustu misserum varðandi afstöðu Íslendinga til aðildar að ESB.

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir í samtali við Heimildina að erfitt sé að átta sig á því sem fólk er að hugsa, en að einhverskonar viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fólk hafi í auknum mæli farið að hugsa um „staðsetningu Íslands í samfélagi þjóðanna“

„Ég held að það sé höfuðskýringin. Síðan held ég líka að hluta til að þetta séu efnahagsmálin hérna hjá okkur; vaxandi verðbólga, hækkandi vextir og erfiðari greiðslubyrði fyrir margt fólk. Það er þekkt staðreynd að í málum sem þessum hefur efnahagsástand áhrif,“ segir Jón Steindór. 

Skýrir flokkadrættir

Þegar könnunin er brotin niður eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sjást skýrar flokkalínur. Stuðningsfólk Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata er langsamlega hallast undir aðild, en þau sem segjast hafa í hyggju að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn eru andvígust aðild að sambandinu. 

Jón SteindórFormaður Evrópuhreyfingarinnar sat áður á þingi fyrir Viðreisn.

Spurður út í þessa flokkadrætti segir Jón Steindór að afstaða fólks virðist litast af því hvað forystufólk flokkanna segir um málið á hverjum tíma.

„Það eru ekkert rosalega mörg ár, eins og með Sjálfstæðisflokkinn, þar sem þetta var 50/50 mál í þeim flokki. En síðan þá hefur flokkurinn bæði minnkað og orðræða forystunnar breyst,“ segir Jón Steindór og nefnir einnig að stuðningsfólk bæði Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins séu jákvæðari í garð aðildar Íslands að ESB en halda mætti, sé horft til áherslna sem komið hafi frá forystu þessara flokka.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár