Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd Skagafjarðar kaus á fimmtudag með tillögu VG og óháðra í skipulagsnefnd Skagafjarðar, um að sveitarfélagið reyni að lokka til sín lágvöruverðsverslun með ívilnunum við úthlutun lóða á nýju athafnasvæði á Sauðárkróki. Tillagan var því samþykkt og bíður afgreiðslu sveitarstjórnar, um miðjan október.
Þetta eru nokkur tíðindi, enda er engin lágvöruverðsverslun í Skagafirði eða á Norðurlandi vestra yfir höfuð, ef út í það er farið. Hins vegar rekur Kaupfélag Skagfirðinga hina rótgrónu Skagfirðingabúð, sem selur Skagfirðingum og nærsveitarfólki flest sem þarf til daglegs lífs.
Heimildin veit til þess að í Skagafirði séu gamlar sögur, nokkuð lífseigar, um að viðskiptahagsmunir Kaupfélagsins og ítök þess séu ráðandi þáttur í því að lágvöruverðsverslun hafi ekki opnað á skagfirska efnahagssvæðinu til þessa.
Engin er allavega lágvöruverðsverslunin og því telur Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra í sveitarstjórn, vert að reyna að breyta. Hún lagði tillöguna fram, fékk hana samþykkta og segir …
Athugasemdir (1)