Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
Skagafjörður Álfhildur Leifsdóttir er oddviti VG og óháðra í sveitarstjórn Skagafjarðar. Þar engin lágvöruverðsverslun, bara Skagfirðingabúð Kaupfélags Skagfirðinga.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd Skagafjarðar kaus á fimmtudag með tillögu VG og óháðra í skipulagsnefnd Skagafjarðar, um að sveitarfélagið reyni að lokka til sín lágvöruverðsverslun með ívilnunum við úthlutun lóða á nýju athafnasvæði á Sauðárkróki. Tillagan var því samþykkt og bíður afgreiðslu sveitarstjórnar, um miðjan október.  

Þetta eru nokkur tíðindi, enda er engin lágvöruverðsverslun í Skagafirði eða á Norðurlandi vestra yfir höfuð, ef út í það er farið. Hins vegar rekur Kaupfélag Skagfirðinga hina rótgrónu Skagfirðingabúð, sem selur Skagfirðingum og nærsveitarfólki flest sem þarf til daglegs lífs. 

Heimildin veit til þess að í Skagafirði séu gamlar sögur, nokkuð lífseigar, um að viðskiptahagsmunir Kaupfélagsins og ítök þess séu ráðandi þáttur í því að lágvöruverðsverslun hafi ekki opnað á skagfirska efnahagssvæðinu til þessa.

Engin er allavega lágvöruverðsverslunin og því telur Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra í sveitarstjórn, vert að reyna að breyta. Hún lagði tillöguna fram, fékk hana samþykkta og segir …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Áhugavert. Svæði þar sem allt hefur hverfst um einn mann og hans umsvif í nafni "kaupfélagsins". En þarna býr náttúrulega venjulegt fólk sem hefur sínar þarfir og vill fá þær uppfylltar á hagkvæman hátt eins og aðrir.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
5
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu