Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
Fjölskyldan verður ekki flutt úr landi og getur óskað eftir efnislegri meðferð Mynd: Golli

Samkvæmt tilkynningu frá ríkislögreglustjóra verður Yazan Tamimi, ellefu ára gamall palestínsks drengs með Duchenne, ekki fluttur úr landi og mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi. 

„Síðastliðinn mánudag var fyrirhugaður flutningur palestínskrar fjölskyldu til Spánar stöðvaður að beiðni ríkisstjórnarinnar eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Að baki hverrar fylgdar er mikill undirbúningur, m.a. náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram að frá og með næsta laugardegi, 21. september, geti fjölskyldan óskað eftir efnislegri meðferð. 

Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur Yazans, sagði í samtali við Heimildina á mánudag, að fjölskyldan hafi ekki fengið neinar upplýsingar um það hvað varð til þess að skyndilega átti ekki að vísa þeim úr landi þá og þegar aðfararnótt mánudagsins.. Þá hafi þau jafnframt ekki fengið upplýsingar um það hvort þeim verði alls ekki brottvísað eða hvort það verði einfaldlega gert seinna. Þá benti Albert á að tíminn fyrir stjórnvöld væri að renna út:

„Íslenska ríkið hefur sex mánuði frá því að úrskurður kærunefndar er kveðinn upp, sem var kveðinn upp 21. mars, til þess að flytja hælisleitanda frá landinu,“ útskýrir Albert. „Ef viðkomandi er ekki fluttur innan þessara sex mánaða, þar eð að segja ef Yazan verður enn á landinu 22. september, þá ber Spánn ekki lengur ábyrgð á umsókninni hans.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár