Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Kjósendur Miðflokks mun íhaldssamari en Sjálfstæðisflokks

Stjórn­mála­fræð­ing­ar við Há­skóla Ís­lands gapa ekki yf­ir því sem virð­ist raun­in, að Mið­flokk­ur­inn sæki nú til íhalds­sam­ari kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sópi til sín fylgi úr þeirra röð­um. Í vænt­an­legri bók sem bygg­ir á gögn­um Ís­lensku kosn­ing­a­rann­sókn­ar­inn­ar frá 2021 kem­ur fram að kjós­end­ur flokk­anna tveggja eru mjög sam­stiga á hinum hefð­bundna vinstri-hægri ás, en kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru íhalds­sam­ari er kem­ur að sam­fé­lags- og al­þjóða­mál­um.

Kjósendur Miðflokks mun íhaldssamari en Sjálfstæðisflokks
Stjórnmál Kjósendahópur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var nokkuð áþekkur árið 2021, en kjósendur Miðflokksins þó öllu íhaldssamari, samkvæmt gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir við Heimildina að gögn úr Íslensku kosningarannsókninni (ÍSKOS) frá árinu 2021 sýni skýrt að kjósendur Miðflokksins það árið hafi verið nálægt Sjálfstæðisflokknum á hinum efnahagslega vinstri-hægri ás, en hins vegar reynst mun íhaldssamari varðandi ýmis samfélagsmál.

Þetta má sjá á myndinni sem hér fylgir, en hún er úr kafla í væntanlegri bók, Lognmollu í ólgusjó, sem verður gefin út af Háskólaútgáfunni á næstu mánuðum. Auk Evu eru höfundar bókarinnar þau Agnar Freyr Helgason, Hulda Þórisdóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Jón Gunnar Ólafsson.

Á myndinni má einnig sjá hvernig stuðningsfólk Viðreisnar, sem mældist mun nær miðju efnahagsássins en Sjálfstæðisflokkurinn, er mun frjálslyndara í afstöðu til samfélags- og alþjóðamála en allir hinir flokkarnir sem eru hægra megin á ásnum. Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn eru svo á nokkuð svipuðum slóðum og Sjálfstæðisflokkurinn á menningarásnum, en nær miðjunni á efnahagsásnum. Kjósendur annarra flokka, Samfylkingar, …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár