Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt af fjórum ráðherrum skömmu fyrir þinglok í upphafi sumars. Hún er enn til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og verður það fram eftir septembermánuði.
Til þessa hafa viðbrögðin verið lítil og einungis þrettán umsagnir frá einstaklingum borist í samráðsferlinu sem staðið hefur yfir í sumar. Nær allar snúast þær um eitt einstakt atriði sem vakti athygli eftir að aðgerðaáætlunin var kynnt, að flýta banni við nýskráningu bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti fram til ársins 2028, í stað þess að halda sig við árið 2030. Aðgerðin fæli einnig í sér að skráningarbannið yrði útvíkkað og ætti einnig við um bíla sem ganga fyrir bæði jarðefnaeldsneyti og raforku.
Vert er að taka fram að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra sagði á þingi eftir kynningu áætlunarinnar að það væri misskilningur að búið væri að ákveða að flýta nýskráningarbanninu, aðgerðin fæli einungis í sér …
Athugasemdir