Ég sé það á fólki og það hefur líka talað um hvað því finnist því líða vel af því að lyfta. Það er valdeflandi og eykur sjálfstraustið. Þetta styrkir ekki bara vöðvana heldur líka hugann,“ segir Jakobína Jónsdóttir, þjálfari og eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Granda 101, í samtali við Heimildina.
Jakobína hefur verið mikið í lyftingum frá því árið 2010 og segir að í sínu starfi sjái hún greinilega þau jákvæðu áhrif sem þessi tegund hreyfingar hefur á líðan fólks.
Lyftingar geti hjálpað með áföll
Flestir vita að það hefur margvísleg jákvæð áhrif á andlega líðan að stunda hvers kyns líkamsrækt. Auk þess að hafa í för með sér líkamlegan ávinning þá minnkar hreyfing meðal annars streitu og dregur úr einkennum þunglyndis. Nýlegar rannsóknir, til dæmis rannsókn Harvard-háskóla frá því í fyrra, benda þó til þess að lyftingar sérstaklega geti hjálpað fólki andlega auk þess að aðstoða það við að vinna …
Athugasemdir