Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Heimilisvandræðin í norsku konungshöllinni

Marius Borg Høi­by, son­ur norsku krón­prins­ess­unn­ar Mette-Ma­rit, er að­al­per­són­an í ein­hverri verstu krísu sem norska kon­ungs­fjöl­skyld­an hef­ur lent í, að minnsta kosti á síð­ari tím­um. Þar koma eit­ur­lyf og of­beldi við sögu.

Þann 25. ágúst árið 2001 var mikið um dýrðir í norsku höfuðborginni Ósló. Þennan dag fór fram, í dómkirkjunni í borginni, brúðkaup Hákonar, krónprins Noregs, og unnustu hans, Mette-Marit, sem þar með var orðin krónprinsessa. Athygli þeirra fjölmörgu sem fylgdust með giftingarathöfninni beindist ekki hvað síst að fjögurra ára ljóshærðum gutta, Marius Borg Høiby, sem var brúðardrengur og hringberi. Norskir fjölmiðlar sögðu hann eiginlega hafa verið senuþjófinn við þessa athöfn.

Marius Borg Høiby, sem er fæddur 1997, var tveggja ára þegar móðir hans, Mette-Marit, varð unnusta Hákonar krónprins. Hann bjó eftir það til skiptis hjá móður sinni og föðurnum, Morten Borg. Foreldrarnir höfðu kynnst í Ósló, í vafasömum félagsskap (orðalag norskra fjölmiðla), en Morten Borg hafði þá tvisvar sinnum verið dæmdur fyrir að hafa í fórum sínum, og keypt og selt, eiturlyf.

Þau Mette-Marit og Hákon krónprins kynntust á tónlistarhátíð í Kristiansand árið 1996. Þau hittust svo aftur á sömu hátíð árið 1999, þá var Mette-Marit fráskilin, einstæð móðir. Þau reyndu fyrst í stað að halda sambandinu leyndu, en norsku fjölmiðlarnir komust fljótt á snoðir um málið. Haustið 2000 tilkynnti norska hirðin að þau Mette-Marit og Hákon væru komin í formlega sambúð, brúðkaupið fór svo fram ári síðar eins og áður sagði.

Eftir að þau Mette-Marit og Hákon höfðu opinberað samband sitt, og reyndar áður, höfðu sumir norskir fjölmiðlar fjallað mikið um þessa tilvonandi krónprinsessu og settu spurningarmerki við hvort „partíprinsessan“ væri sú rétta til að verða drottning Noregs, þegar þar að kæmi. Slíkar raddir eru fyrir löngu þagnaðar.

Beste Harald og beste Sonja

Norsku konungshjónin, Haraldur og Sonja, litu frá upphafi á Marius Borg Høiby sem sitt barnabarn og hluta fjölskyldunnar. Marius hefur ætíð kallað konungshjónin „beste“. Hákon og Mette-Marit eiga tvö börn, Ingrid Alexandra, tilvonandi ríkisarfi, er sjö árum yngri en Marius og Sverre Magnus átta árum yngri. Marius hefur engan konunglegan titil en er þó hluti af konungsfjölskyldunni.

KonungsfjölskyldanHaraldur Noregskonungur, Marius Borg Høiby, Hákon krónprins, Mette-Marit krónprinsessa, Sverre Magnus prins, Sonja drottning og Ingrid Alexandra prinsessa á jólunum fyrir tíu árum.

Gagnrýni

Árið 2012, þegar Marius var 15 ára, gagnrýndu margir norskir öryggisráðgjafar Marius fyrir að hafa opinn aðgang að Instagram-síðu sinni. Ástæða gagnrýninnar var að með auðveldum hætti var hægt að sjá hvar Marius og konungsfjölskyldan héldu sig hverju sinni. Þessi gagnrýni beindist þó ekki síður að öryggisvörðum konungsfjölskyldunnar sem ættu að vita betur en 15 ára unglingur. Árið 2016 tók Marius þátt í sjónvarpsþáttaröðinni „Skam“ og skömmu síðar auglýsti hann á netinu allmarga dýra muni, þar á meðal ferðatösku frá Louis Vuitton, hún átti að kosta 19.500 norskar krónur (255 þúsund íslenskar). Auglýsingin vakti mikla athygli, ekki síst vegna þess að Marius birti þar einkasímanúmer sitt og heimilisfang krónprinsfjölskyldunnar í Asker, skammt frá Ósló.

Opið bréf til fjölmiðlanna

Þegar Marius varð tvítugur árið 2017 skrifaði Mette-Marit norskum fjölmiðlum opið bréf þar sem hún bað um að sonur sinn yrði látinn í friði. „Hann er ekki opinber persóna og óskar ekki eftir að vera opinber persóna,“ sagði krónprinsessan. Um líkt leyti flutti Marius til Los Angeles, dvölin þar varð ekki löng því ári síðar flutti hann til London þar sem hann fékk vinnu sem tískuritstjóri hjá tímaritinu Tempus. Tímaritið, sem fjallaði um tísku, ferðalög og íburðarmikinn lífsstíl (eins og tímaritið orðaði það), kynnti hann oftsinnis sem prins og sinnti engu ábendingum um að það væri ekki rétt. Tempus lagði upp laupana árið 2018 og Marius flutti aftur til Noregs. Og fjölmiðlarnir létu hann að mestu leyti afskiptalausan, eins og móðirin hafði beðið um.

MæðginMarius Borg Høiby, sem er fæddur 1997 var tveggja ára þegar móðir hans, Mette-Marit, varð unnusta Hákonar krónprins.

Duft í poka

Árið 2021 kynntist Marius Noru Haukland. Hún hafði tekið þátt í sjónvarpsþáttunum Love Island og varð í kjölfarið þekkt persóna í Noregi. Þau Marius urðu kærustupar og hún flutti til hans í höllina í Asker. 

„Örugglega ekki hveiti“

Sumarið 2023 birti Nora mynd á Instagram-síðu sinni. Á myndinni var Nora ásamt vinkonu sinni en þær höfðu brugðið sér í bæinn. Það vakti athygli margra að Nora hélt á litlum glærum poka með einhverju hvítu dufti í. „Örugglega ekki hveiti,“ sagði einn norsku miðlanna. Síðar kom í ljós að Marius var með þeim vinkonunum í bænum þetta kvöld. Upp úr sambandi Mariusar og Noru slitnaði skömmu síðar.

Sagður veikur en dreif sig í bæinn

Hinn 25. ágúst 2023 bauð krónprinsparið til myndarlegrar veislu í konungshöllinni í Ósló. Þarna voru auk konungsfjölskyldunnar, vinir og vandamenn, ráðherrar og þingmenn ásamt mörgum öðrum. En Marius var hvergi að sjá. Í tilkynningu frá höllinni var hann sagður veikur og sæi sér ekki fært að taka þátt í veislunni. Þetta sama kvöld sást hann hins vegar á James Bond-kvöldi á þekktum næturklúbbi í Ósló, íklæddur smóking og með eftirlíkingu af plastbyssu í beltinu.

Lögreglurannsókn og yfirheyrslur

Um hádegisbil 4. ágúst sl. fékk lögreglan í Ósló símtal og fór í framhaldinu í íbúð í Frogner-hverfinu. Þar var allt brotið og bramlað og lögreglu var greint frá því að gerandinn hefði verið Marius Borg Høiby og hann hafi jafnframt gengið í skrokk á konu sem var í íbúðinni. Við yfirheyrslur sama dag viðurkenndi hann verknaðinn og sagðist hafa verið undir miklum áhrifum eiturlyfja og áfengis. Síðan gerðist það að tvær fyrrverandi kærustur Mariusar greindu frá því að hann hefði beitt þær ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu.

Séð og heyrtNorskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um Marius.

Til að gera langa sögu stutta hefur Marius Borg Høiby verið yfirheyrður að minnsta kosti tvisvar. Hann hefur viðurkennt þær sakir sem á hann hafa verið bornar og jafnframt að vera í tengslum við  „undirheimana“ í Ósló.

Hann hefur sömuleiðis beðið alla hlutaðeigandi afsökunar á framferði sínu. Lögreglurannsókn stendur yfir en Marius hefur ekki verið handtekinn, hann hefur stöðu grunaðs, eins og það er orðað. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi, og reyndar víðar. Konungsfjölskyldan hefur verið varkár í yfirlýsingum en Hákon krónprins hefur tvisvar rætt við fréttamenn vegna málsins. Hann sagði málið alvarlegt og mikilvægt væri að allir sem í hlut eiga fái viðeigandi aðstoð, eins og hann komst að orði.

Viðbót

Þótt Hákon sé krónprins og erfi krúnuna er hann ekki elsta barn konungshjónanna Haraldar og Sonju. Dóttirin Martha Louise er tveimur árum eldri en krónprinsinn, fædd 1971. Þegar hún kom í heiminn gerðu lögin einungis ráð fyrir að karlar gætu erft krúnuna. Þegar Gro Harlem Brundtland varð forsætisráðherra Noregs árið 1981, fyrst kvenna, varð í kjölfarið mikil umræða um erfðaröðina í konungsfjölskyldunni. Árið 1990 var gerð breyting á norsku stjórnarskránni og nú gengur erfðaréttur þjóðhöfðingjans til elsta barns óháð kyni. Lögin eru ekki afturvirk og þess vegna er það Hákon sem er fremstur í erfðaröðinni.

Við þetta er því að bæta að 31. ágúst sl. gekk Martha Louise í hjónaband, öðru sinni. Eiginmaðurinn er Durek Verret, bandarískur að uppruna og hefur starfað sem seiðmaður eða andalæknir (shaman).

Ævi og lífsviðhorf Mörthu Louise hefur iðulega verið umfjöllunarefni norskra fjölmiðla gegnum árin, en sú saga verður ekki rakin hér.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Maður fær hálfgerðan aulahroll þegar verið er að smjaðra og þvaðra um „kóngafólkið” á norðurlöndum og víðar.
    Það á auðvitað að afnema lögin sem viðhalda þessu afætugengi. Öllum greiði gerður með því þegar fram í sækir, bæði hallarslektinu sem og almenningi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár