„Fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta svæði er,“ sagði rútubílstjóri hjá Reykjavík Excursions í desember. Hann var hins vegar ekki að tala um íshella að sumri til, virk eldfjöll, brennheita goshveri eða æsilegar fjörur. Rútubílstjórinn Marcin Urbanowski var að tala um aðgengi við Keflavíkurflugvöll, helstu samgönguæð Íslands við umheiminn, sem hann gagnrýndi harðlega.
Í samtali við RÚV sagði Marcin frá því þegar hann var einn þeirra fyrstu sem kom erlendum ferðamanni til hjálpar eftir að hópbifreið var ekið yfir hann við flugstöðina. „Ég var í þann mund að fá farþega um borð þegar ég heyri öskur og fólk að hrópa svo ég fór samstundis að grennslast fyrir um hvað væri um að vera. Ópin bárust nokkrum metrum frá þar sem ég hafði lagt. Og þegar ég kom að sá ég konu liggja undir rútu,“ sagði Marcin. Konan, sem var bókstaflega að stíga sín fyrstu skref hér á …
Athugasemdir