Fleiri en þrjú hundruð þúsund filippeyskir hjúkrunarfræðingar starfa utan heimalands síns og eru Filippseyjar það land sem flestir erlendir hjúkrunarfræðingar á Vesturlöndum koma frá. Ísland er engin undantekning en af sívaxandi fjölda erlendra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala eru 34 prósent frá Filippseyjum.
Skurðhjúkrunarfræðingurinn Paola Bianka er á meðal þeirra filippeysku hjúkrunarfræðinga sem þar vinna en hún kom hingað ásamt eiginmanni sínum, menntuðum kokki sem átti filippeyska foreldra hér á landi, í leit að betra lífi fyrir sig og son þeirra árið 2014. Það voru sérstaklega launin sem heilluðu, mun hærri hér á Íslandi en þau sem þekkjast í Filippseyjum og þrátt fyrir hærra verðlag hér endast launin mun betur.
Hjónin komu hingað á námsmannavisa og lærðu íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands. Paola fór jafnframt strax að vinna hálft starf á hjúkrunarheimilinu Grund meðfram námi. Hún sótti …
Athugasemdir