Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Allt annað líf eftir að fjölskyldan sameinaðist

Paola Bianka, skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, þurfti að skilja son sinn eft­ir á Fil­ipps­eyj­um fyrst um sinn til þess að kom­ast hing­að og vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu. Tveim­ur ár­um síð­ar var fjöl­skyld­an sam­ein­uð og Paola er hluti af sís­tækk­andi hópi fil­ipp­eyskra hjúkr­un­ar­fræð­inga sem starfa víða í heil­brigðis­kerf­inu og Land­spít­ali gæti ekki ver­ið án.

Allt annað líf eftir að fjölskyldan sameinaðist
Hjúkrunarfræðingur „Þú getur ekki lifað hérna á Íslandi og skilið hvernig fólkið er ef þú lærir ekki tungumálið því tungumálið er leiðin til að skilja og læra hvernig menningin er og hvernig ykkar saga er,“ segir Paola sem var snögg að tileinka sér íslenskuna. Mynd: Golli

Fleiri en þrjú hundruð þúsund filippeyskir hjúkrunarfræðingar starfa utan heimalands síns og eru Filippseyjar það land sem flestir erlendir hjúkrunarfræðingar á Vesturlöndum koma frá. Ísland er engin undantekning en af sívaxandi fjölda erlendra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala eru 34 prósent frá Filippseyjum. 

Skurðhjúkrunarfræðingurinn Paola Bianka er á meðal þeirra filippeysku hjúkrunarfræðinga sem þar vinna en hún kom hingað ásamt eiginmanni sínum, menntuðum kokki sem átti filippeyska foreldra hér á landi, í leit að betra lífi fyrir sig og son þeirra árið 2014. Það voru sérstaklega launin sem heilluðu, mun hærri hér á Íslandi en þau sem þekkjast í Filippseyjum og þrátt fyrir hærra verðlag hér endast launin mun betur. 

Hjónin komu hingað á námsmannavisa og lærðu íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands. Paola fór jafnframt strax að vinna hálft starf á hjúkrunarheimilinu Grund meðfram námi. Hún sótti …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Innflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár