Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Furðulegt háttalag álftapars við Bakkatjörn

Það kom fugla­fræð­ing­um og áhuga­fólki um fugla­líf­ið við Bakka­tjörn á óvart þeg­ar álftarpar­ið sem þar hélt sig hvarf skyndi­lega í júní og skildi ung­ann ein­an eft­ir í tjörn­inni. Sér­fræð­ing­ar segja að um af­ar óvenju­lega hegð­un sé að ræða.

Furðulegt háttalag álftapars við Bakkatjörn
Þegar allt lék í lyndi Fyrr í sumar tók Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, mynd af álftaparinu og eftirlifandi unganum. Síðar um sumarið hurfu foreldrarnir og skildu ungann eftir einan. Mynd: /Jóhann Óli Hilmarsson

Þeir sem hafa gert sér ferð í fuglaskoðunarhúsið við Bakkatjörn á Seltjarnnesi hafa mögulega orðið varir við álftarunga sem syndir um tjörnina einn síns líðs. Álftaparið sem ól af sér ungan hefur ekki sést síðan seint í júlí.

Málið þykir hið einkennilegasta en álftir eru þekktar fyrir að vernda afkvæmi sín og óðöl með kjafti og klóm, eða öllu heldur stórum og höggþungum vængjum sem þær beitir óspart á þá sem koma nærri afkvæmum þeirra. 

Þó nokkrir hafa tekið eftir þessu og vakið athygli á dulafullu hvarfi álftanna á samfélagsmiðlum. Þar er vöngum velt yfir afdrifum álftaparsins og lífslíkum ungans sem hefur verið skilinn eftir. Heimildin náði tali af Jóhann Óla Hilmarssyni, ljósmyndara og fuglafræðingi sem hefur fylgst með fuglalífinu við Bakkatjörn um langt skeið. 

Hann segir að umrætt álftapar hafi orpið í Bakktjörn í fyrra en fram að því höfðu álftir ekki verpt við tjörnina síðan árið 2017. Ungarnir …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár