„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
Hingað frá Lettlandi „Stundum átti ég bara eina kartöflu, hálfa fyrir stelpuna og hálfa fyrir strákinn,“ rifjar Olga upp. Mynd: Golli

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Olga Leonsdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Skjóli, var nýbúin að ræða við tannlækninn sinn þegar hún settist niður með blaðamanni Heimildarinnar. Hún þurfti að fara í talsverðar viðgerðir, enda hafði hún árum saman í heimalandinu Lettlandi ekki getað farið til tannlæknis vegna fátæktar og á lágum launum í tvo áratugi á Íslandi átti hún jafnframt ekki efni á tannlækningum. Samt hafði hún unnið í einni af grunnstoðum samfélagsins allan þennan tíma, við að sinna eldra fólki við enda ganganna.

Olga er á meðal fjölmargra erlendra starfsmanna íslenskra hjúkrunarheimila, hóps sem hefur stækkað nokkuð á síðustu árum, ef litið er til talnagagna frá stéttarfélaginu Eflingu, sem Olga er stjórnarkona hjá. Félagsfólk Eflingar sem starfar á hjúkrunarheimilum var 29 prósent erlent árið 2020 en það hlutfall er nú 43 prósent. 

Olga hefur lítið á milli handanna, fær um 500 þúsund …

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MA
    Maria Agustsdottir skrifaði
    Takk, Olga, fyrir að hugsa svona vel um fólkið þitt og okkar allra á Skjóli.
    1
  • Olga Leonsdóttir skrifaði
    Hæ.
    Ég heiti Olga Leonsdottir og ég skrifa till allra sem trúir mér ekki að mínn ellilífeyrir er 290.þús. Jú, þetta ekki alveg rétt. 1. júní 2024 var mínn ellilífeyrir 218,801 króna. Kannski , Íslendingar vita ekki að manneskja , sem býr á Íslandi í 20 ár fær bara 50 % af launauppbót frá TR. Og engum er sama hversu mikla skatta þú borgaðir fyrir þessi 20 ár. Þið getið leitað til TR. ,, Reiknivél lífeyrir 2024 ,, og reiknað. En fólk sem búið hefur á Íslandi í 40 ár alveg sama hvort vann eða ekki fær 100 % launauppbót frá TR . Og mínn ellilífeyrir 290 þús. kr þetta er ekki rugl en svona er Ísland í dag .
    Besta kveðja. Olga
    13
    • SJ
      Svala Jónsdóttir skrifaði
      Hvað með viðbótargreiðslur til fólks með takmörkuð lífeyrisréttindi? Sbr. þetta:

      https://island.is/felagslegur-vidbotarstudningur
      2
    • Sigurður Einarsson skrifaði
      Hvað með lífeyrisgreiðslur frá Lettlandi? Og svo er heimilisuppbót ef þú býrð ein.
      0
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    En hún hlýtur að eiga að fá launauppbót frá Tryggingastofnun. Það verða allir að ná lágmarkslaunum.. annað er rugl. Af hverju fær hún það ekki???
    -1
    • Sigurður Einarsson skrifaði
      TR miðar við búsetu á Íslandi frá 18 til 67. Svo minusar TR árafjölda við búsetu erlendis.
      0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Hún hefði frekar átt að fara Danmerkur. Þar hefði hún haft það mikið betra. Ísland er ekki staðurinn fyrir þá fátæku en það er gott fyrir þá ríku. Og það sem meira er, það versnar með hverju árinu undir stjórn þeirra þriggja sjórnmálaflokka sem nú ráða. Fjármagnseigendur kaupa upp íbúðir og hækka stöðugt leiguna í skjóli stjórnvalda. Unga fólkið hefur ekki möguleika á að keppa við fjármagnseigendur um íbúðir. Meðal annars þess vegna minnkar fylgi stjórnarfokkanna mjög hratt og á eftir að minka mjög hratt áfram. Hrakfarir þeirra munu því verða miklar í næstu kosningum. Ég efast þó um að það taki mikið betra við. Því miður.
    8
  • HJ
    Helga Júlíusdóttir skrifaði
    Á hún ekki rétt á launauppbót frá tryggingastofnun ?
    0
    • Olga Leonsdóttir skrifaði
      Þessi upphæð ásamt með uppbót frá tryggingastofnun. Þeir sem hafa búið á Íslandi 20 ár fá 50 % uppbót frá trs.
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Innflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Allt annað líf eftir að fjölskyldan sameinaðist
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

Allt ann­að líf eft­ir að fjöl­skyld­an sam­ein­að­ist

Paola Bianka, skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, þurfti að skilja son sinn eft­ir á Fil­ipps­eyj­um fyrst um sinn til þess að kom­ast hing­að og vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu. Tveim­ur ár­um síð­ar var fjöl­skyld­an sam­ein­uð og Paola er hluti af sís­tækk­andi hópi fil­ipp­eyskra hjúkr­un­ar­fræð­inga sem starfa víða í heil­brigðis­kerf­inu og Land­spít­ali gæti ekki ver­ið án.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár