Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Vítamíntöflurnar lengja ekki lífið

Dag­lega má sjá í fjöl­miðl­um aug­lýs­ing­ar um hvernig við get­um bætt og lengt líf okk­ar, bara ef við gleyp­um reglu­lega réttu pill­urn­ar, víta­mín og heilsu­bót­ar­efni. Ný viða­mik­il rann­sókn hef­ur leitt í ljós að víta­mín­spill­urn­ar lengja ekki líf­ið.

Hugtakið vítamín mun vera komið frá pólska lífefnafræðingnum Kazimiers Funk (1884 – 1967) sem notaðist fyrst við þetta orð árið 1912. Vítamín er safnheiti yfir ýmis efni sem eru lífverum nauðsynleg heilsunnar vegna og fást aðallega úr mat. Sum þessara efna geta lífverur ekki myndað sjálfar eða geta ekki myndað nóg af. Vítamínskortur í líkamanum getur haft alvarlegar og jafnvel lífshættulegar afleiðingar. Skyrbjúgur, vegna skorts á C vítamíni, er líklega það sem flestir kannast við úr frásögnum frá fyrri tímum. 

Fyrir tiltölulega fáum áratugum voru vítamín álíka mörg og nokkrir fyrstu stafirnir í stafrófinu. Núna eru þau að minnsta kosti 15, ásamt mörgum undirflokkum. Oft er talað um steinefni t.d. kalk og joð í sömu andrá og vítamín en steinefnin eru einskonar stoðefni sem hjálpa vítamínunum að vinna sitt verk og eru þannig ómissandi líkamanum.

„Það er nefnilega ekki gott að fá allt of mikið vítamín í kroppinn“
Susanne Gjedsted Bugel,
prófessor við Hafnarháskóla.

Fæðubótarefni er orð sem oft sést, ekki síst í auglýsingum, en fæstir vita kannski hvað í orðinu felst. Á heimasíðu Matvælastofnunar má lesa eftirfarandi lýsingu: „Fæðubótarefni geta verið mismunandi vörur en allar þær hafa það sameiginlegt að vera viðbót við venjulegt fæði og innihalda hátt hlutfall næringarefna. Fæðubótarefni sem koma tilbúin í neytendaumbúðum geta innihaldið, auk vítamína og steinefna, plöntuhluta (lauf, blóm, rót o.fl.), dýraafurðir (hjarta, lifur) og útdrátt úr jurtum eða öðrum efnum. Þau geta einnig innihaldið næringarefni sem eru efnafræðilega framleidd.“

Verksmiðjutöflurnar

Þegar skrifari þessa pistils var að alast upp, eftir miðja síðustu öld, var lýsi hið daglega vítamín og kannski Sana sol. Annað var það nú ekki. Mörgum þótti lýsið ekki sérlega bragðgott en hollustan átti að vega það upp. Lýsið heldur enn velli og er nú fáanlegt í ýmsum útgáfum en Sana Sol er horfið af markaðnum.     

Með fjölbreyttu fæði á líkaminn að fá flest eða öll þau vítamín og steinefni sem hann þarf á að halda. En það eru fleiri lausnir. Á síðustu áratugum hafa komið á markaðinn ókjörin öll af vítamínum og fæðubótarefnum sem, ef marka má auglýsingar, tryggir langlífi og betra heilsufar. Það er nánast sama hvað að manni amar, bara að taka réttu pillurnar og þá verður allt í himnalagi.

Vítamín- og bætiefnabransinn er risastór

Í stórmörkuðum fylla vítamín og bætiefnaglösin heilu hillumetrana, sömu sögu er að segja um apótekin og alls kyns „heilsuvöruverslanir“. Í mismunandi glösum frá fjölmörgum framleiðendum, skreyttum litskrúðugum miðum, eru lausnirnar: Liðverkir, sjóndepra, hárlos, meltingartruflanir, veikt ónæmiskerfi, blöðrubólga, veirusýkingar, svefnleysi, slen o.s.frv. Allt hverfur þetta eins og dögg fyrir sólu og tryggir langlífi, bara ef passað er að taka réttu pillurnar.

Til bóta?Vítamín, eða fæðubótarefni, eru líklega á morgunverðarborðum flestra þessi dægrin.

Íslendingar og vítamínin

Í mars árið 2022 voru kynntar, í skýrslu, niðurstöður rannsóknar embættis landlæknis og rann­sókna­stofa í næringarfræðum við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um mataræði Íslend­inga sem gerð var á árunum 2019-2021. Þar kemur fram að neysla flestra vítamína og stein­efna er að meðaltali yfir ráðlögð­um dagskammti (RDS), nema á D-vítamíni, fólati og joði.

Eftir útkomu skýrslunnar urðu talsverðar umræður um vítamín og bætiefni, einkum um hugsanlegan skort á D vítamíni og þá staðreynd að 50 – 75 prósent Íslendinga væru með of lítið D vítamín í blóðinu. Hér verður ekki fjallað um niðurstöður þessarar yfirgripsmiklu rannsóknar sem hægt er að nálgast á netinu, meðal annars á vef Landlæknisembættisins.

Lengja vítamín lífið?

Eins og fyrr var nefnt halda framleiðendur vítamína- og bætiefna því mjög á lofti í auglýsingum að akkúrat þeirra efni bæti heilsuna og lengi lífið. Fyrir skömmu voru birtar niðurstöður viðamikillar bandarískrar rannsóknar sem sérfræðingar frá National Cancer Institute höfðu unnið. Rannsóknin tók yfir 20 ára tímabil og náði til tæplega 400 þúsund Bandaríkjamanna. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í tímaritinu JAMA Network Open, voru í stuttu máli þær að dagleg neysla á fjölvítamínum tryggði ekki lengra líf, þvert á móti. Dánaráhættan, eins og það er orðað í rannsókninni, reyndist fjórum prósentum hærri hjá þeim sem daglega tóku vítamínpillur.

Gjafir náttúrunnarMeð fjölbreyttu fæði á líkaminn að fá flest eða öll þau vítamín og steinefni sem hann þarf á að halda.

Ofurtrú á vítamínunum

Í september eða október ætlar Danska matvælastofnunin að birta umfangsmikla rannsókn á vítamínneyslu Dana. Slík rannsókn var síðast gerð fyrir tíu árum og þá kom í ljós að 6 af hverjum 10 Dönum tóku daglega eina eða fleiri vítamínpillur. Hæst var hlutfallið meðal barna.

Danska dagblaðið Berlingske hefur undanfarið fjallað mikið um vítamín og fæðubótarefni. Susanne Gjedsted Bugel prófessor við Hafnarháskóla sagði í viðtali að skýringin á mikilli vítamínneyslu væri „kannski sú að við viljum vera heilbrigð og hraust og til að taka af allan vafa um að við fáum nægt vítamín tökum við daglega eina vítamínpillu, svona til öryggis. Fyrir 20 – 30 árum var það útbreidd skoðun sérfræðinga að slíkt gæti í það minnsta ekki skaðað. Á síðustu árum hefur þetta breyst og nú er viðhorfið það að við ættum í öryggisskyni að láta vera að gleypa töflurnar,“ sagði Susanne Gjedsted Bugel. „Það er nefnilega ekki gott að fá allt of mikið vítamín í kroppinn,“ bætti hún við.

Í lokin er rétt að nefna að skýringar á örlítið hærri dánartíðni þeirra sem taka fjölvítamín á hverjum degi, eins og fram kom í bandarísku rannsókninni, liggja ekki fyrir.  

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    "Með fjölbreyttu fæði á líkaminn að fá flest eða öll þau vítamín og steinefni sem hann þarf á að halda". Ég held að þarna sé kannski pottur brotinn varðandi mataræði margra og mataræðið einhæft og hugsanlega ófullnægjandi. Þeir sem eru heilsutæpir taka gjarnan vítamín og steinefni og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bætt heilsuna. Ef heilsubrestur er hvatning til að taka vítamín og steinefni til að styrkja heilsuna kemur ekki á óvart að dánartíðni þess hóps sé 4% meiri en þeirra sem ekki finna hjá sér neina þörf fyrir að taka fæðubótarefni. Það má ekki draga einfeldningslegar ályktanir af ófullkomnum einstökum rannsóknum.
    1
  • Guðlaugur Jóhannsson skrifaði
    JONTS. Bætir. sannarlega '' því sem lofað. er '' liðverkjum. ?.sen, annars átti að . skera og skifta. um. N, Reindist . ! óþarfrfi.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Margmiðlunarefni að sanna að vítamín sem fólk borgar þúsundir króna mánaðarlega og álíka í krem, er vita gagnslaust.
    En Nivea í bláu dósunum, fær mann til að líða betur, sé maður þurr í húðinni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár