Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Samviska Evrópu: Áhrif mannréttindadómstólsins á Íslandi í 30 ár

Þrjá­tíu ár eru lið­in frá lög­fest­ingu Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu á Ís­landi. Áhrif sátt­mál­ans á dag­legt líf borg­ar­anna eru mik­il og þeirra gæt­ir víða; á lög­reglu­stöðv­um, í dóms­kerf­inu, á rit­stjórn­um fjöl­miðla, á vinnu­stöð­um og landa­mær­un­um. Áhrif­in eru með­al ann­ars til kom­in vegna dóma sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hef­ur kveð­ið upp í ís­lensk­um mál­um síð­ustu ára­tugi.

Samviska Evrópu: Áhrif mannréttindadómstólsins á Íslandi í 30 ár
Í mál við ríkið Yrsa Sigurðardóttir var saklaus færð í gæsluvarðhald og fékk að lokum afsökunarbeiðni frá ríkinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Baugsmálið, Borgarnesmálið, Vegasmálið, Landsdómsmálið og Landsréttarmálið; öll eiga þessi þekktu fréttamál það sameiginlegt að hafa komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þangað hafa mörg hundruð Íslendinga leitað með klögumál af fjölbreyttum toga sem varða allt frá efnahagshruni og vanhæfum og illa skipuðum dómurum að nektardansstöðum og óspektum á almannafæri.

Kærendur eru af öllum þjóðfélagsstigum; stjórnmálamenn og áhrifavaldar, fíkniefnaneytendur og áhrifafólk í efnahagslífinu, lögmenn og leigubílstjórar. Meðal þekktra kærenda til dómstólsins eru Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Kjartan Gunnarsson, flokksbróðir hans, ritstjórinn Reynir Traustason og blaðakonurnar Björk Eiðsdóttir og Erla Hlynsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og Egill Einarsson, sem ekki má uppnefna „rapist bastard“ í kommentakerfum eftir dóm MDE. 

„Aðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur haft gríðarleg áhrif á alla réttarframkvæmd á Íslandi og þar með aukið öryggi borgaranna umtalsvert,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður á Rétti og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands. „Sáttmálinn hefur áhrif á líf borgaranna á hverjum einasta …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár