Fæðingartíðni hérlendis hefur fallið nánast stöðugt síðastliðinn áratug – hrunið úr 1,9 börnum á konu í 1,59, en miðað er við að hver kona þurfi að eignast 2,1 barn á sínu æviskeiði til þess að viðhalda mannfjöldanum.
Nýbakaðir foreldrar segja að reynsla þeirra af kerfinu hér á landi hafi orðið til þess að þeir hafa ákveðið að bíða með frekari barneignir, flytja til Skandinavíu fyrir næsta barnsburð, eða hætta barneignum algjörlega. En sumir Íslendingar sjá ekki fyrir sér að eignast börn, alveg án þess að hafa persónulega reynslu af fæðingarorlofskerfinu og umönnunarbilinu. Meginástæðan sem íslenskar konur í þeirri stöðu nefna er einfaldlega sú að þær langar það ekki.
„Tíminn líður, maður verður eldri og aldrei kemur þessi þrá sem margar eldri konur tala stundum um, „bíddu bara þar til þú verður eldri.“ Svo bíður maður og þessi tilfinning er ekki komin,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður. Hún segist ekki hafa …
Athugasemdir (1)