Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Notkun þunglyndislyfja í hámæli

Um 165 af hverj­um þús­und á Ís­landi hafa leyst út þung­lynd­is­lyf og kon­ur fá þau frek­ar en karl­ar. Ís­land er á toppn­um al­þjóð­lega í notk­un þung­lynd­is­lyfja.

Notkun þunglyndislyfja í hámæli
Þunglyndislyf Fleiri konur en karlar nota þunglyndislyf á Íslandi.

Rúmlega 60 þúsund manns fengu afgreidd þunglyndislyf á Íslandi í fyrra. Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.

22.780 karlar og 39.886 konur fengu þunglyndislyf, 62.727 einstaklingar alls. „Þetta samsvarar því að 165 af hverjum 1.000 íbúum hafi leyst slík lyf út,“ segir í fréttabréfinu. „Mikill kynjamunur er á notkun þunglyndislyfja þar sem nær tvöfalt fleiri konur leysa út lyf í þessum flokki en karlar og hefur munurinn farið vaxandi á síðastliðnum tíu árum. Árið 2023 leystu 215 af hverjum 1.000 konum út þunglyndislyf á móti 117 af hverjum 1.000 körlum.“

„[...] tvöfalt fleiri konur leysa út lyf í þessum flokki en karlar“

Landlæknir hefur áður vakið athygli á aukinni andlegri vanlíðan á Íslandi á undanförnum árum. Sú þróun hefur sérstaklega verið áberandi á meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára.

Aukin notkun meðal barna

Notkun þunglyndislyfja á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið mikil og jókst jafnt og þétt um árabil,“ segir í fréttabréfinu. „Hin mikla notkun þunglyndislyfja á Íslandi gefur tilefni til að grannt sé fylgst með þróuninni yfir tíma auk þess sem gagnlegt er að greina notkunina betur eftir tilteknum undirhópum.“

Notkunin hefur aukist á meðal ungmenna undanfarin ár. „Þegar skoðuð er þróun í notkun þunglyndislyfja meðal barna frá upphafi skráningar í lyfjagagnagrunn embættis landlæknis má sjá að nær tvöfalt fleiri börn yngri en 18 ára fengu ávísað lyfjum í þessum flokki árið 2023 en árið 2005,“ segir í fréttabréfinu og bent á að aukningin sé helst meðal þeirra sem eru nær 18 ára að aldri.

Skortur á meðferðarúrræðum hérlendis

Ísland er á toppnum í alþjóðlegum samanburði hvað þetta varðar. „Í alþjóðlegum samanburði vekur það athygli að notkun þunglyndislyfja á Íslandi er sú mesta innan OECD. Þannig hefur það verið a.m.k. frá árinu 2007 þegar OECD hóf að birta tölulegar upplýsingar um notkun lyfja í þessum lyfjaflokki,“ segir í fréttabréfinu.

Noktunin á þunglyndislyfjum er 15 prósent meiri en í Portúgal þar sem hún er næst mest og rúmlega tvöfalt meiri en meðaltal OECD ríkjanna. „Sérstaða Íslands hvað varðar notkun þunglyndislyfja er athyglisverð og hafa ýmsar tillögur verið lagðar fram til skýringar á þeim mikla mun sem er á notkunarmynstri Íslendinga og annarra þjóða. Ein möguleg skýring er að skortur á meðferðarúrræðum geti valdið því að einstaklingar með vægari einkenni þunglyndis og kvíða fái ávísað lyfjum hérlendis í stað þess að vera vísað til sálfræðings.“

„Þau sem búa við slaka félags- og efnahagsstöðu og jaðarsetningu eru mun líklegri til að þróa með sér geðræna erfiðleika“

Embætti Landlæknis hvetur til aukinnar geðræktar og forvarna til að stemma stigu við þróuninni. „Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi sá sjúkdómur sem veldur hvað mestri sjúkdómabyrði á heimsvísu,“ segir að lokum í fréttabréfinu. „Þau sem búa við slaka félags- og efnahagsstöðu og jaðarsetningu eru mun líklegri til að þróa með sér geðræna erfiðleika en þau sem búa við góð lífskjör og félagslega stöðu. Þættir er varða grundvallaröryggi í lífinu, t.d. öruggt húsaskjól, örugg afkoma og öruggt líf án ofbeldis, hafa gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu og því mikilvægt að aðgerðir til að bæta geðheilsu þjóðarinnar nái einnig til stærri félags- og efnahagslegra skilyrða.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JKA
    Jón Kr. Arason skrifaði
    "hámæli" er ekki rétta orðið.
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Landinu er stjórnað af glæpamönnum og vitleisingum þetta skapar geðræn vandamál,svo koma lyfjabarónar og græða á öllu saman og ekki er hikað við að ljúga í fólk í nafni vísinda eftir þörfum. Mælikvarði á hvað þeir eru heimskir þessir kjörnu fulltrúar sem stjórnmálaflokkarnir unga út hér kemur 30.gr stjórnarskrárinnar-
    30. gr.
    Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.-
    þetta halda þeir að þeir geti mistúlkað sem sagt tekið lögin úr sambandi gegn greiðslu auðvitað svo öruggir eru þeir með sig þessi fífl að þeir skilja eftir sig slóðina af sönnunargögnum
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
7
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár