Sögulegar kosningar í Bretlandi

Bret­ar ganga til þing­kosn­inga í dag. Kjör­stað­ir verða opn­ir til klukk­an tíu í kvöld að stað­ar­tíma. Íhalds­flokkn­um hef­ur geng­ið illa að bæta við sig fylgi á þeim sex vik­um sem lið­ið hafa frá því að Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, boð­aði til snemm­bú­inna kosn­inga. Verka­manna­flokk­ur­inn nýt­ur góðs af óvin­sæld­um Íhalds­flokks­ins og er spáð sögu­leg­um sigri í nótt.

Sögulegar kosningar í Bretlandi
Óvinsæll en sigurstranglegur Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, er talinn afar líklegur til þess að taka við forsætisráðherraembættinu þegar niðurstöður þingkosninganna liggja fyrir í fyrramálið. Starmer þykir lítt vinsæll meðal bresku þjóðarinnar en flokkurinn gæti engu að síður tryggt sér um 70 prósent þingsæta á breska þinginu. Mynd: /AFP

Þingkosningar í Bretlandi hófust í dag. Kjörstaðir um allt land opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma en þeim verður í lokað í kvöld klukkan tíu að staðartíma. Verkamannaflokkinum er spáð stórsigri í kvöld. Samkvæmt kosningaspá YouGov er flokknum spáð 39 prósent greiddra atkvæða sem myndi skila flokknum 431 sætum á breska þinginu af þeim 650 sem kosið er um.  

Gangi sú spá eftir væri það stærsti sigur í Verkamannaflokksins frá því hann var stofnaður árið 1900. Sigurinn myndi slá met sem hefur staðið síðan flokkurinn vann glæstan sigur árið 1997 undir leiðsögn Tony Blair. Í þeim kosningum tryggði Verkamannaflokkurinn sér 418 þingsæti. 

Uppfært klukkan 21:41: Samkvæmt útgönguspám sem gefnar voru út þegar kjörstöðum lokaði klukkan 21 að íslenskum tíma er Verkamannaflokknum spáð 410 sætum og Íhaldsflokknum 131 sæti. 

Keir Starmer, sem að öllum líkindum verður næsti forsætisráðherra Breltands, þakkar kjósendum fyrir traustið: 

Verkamannflokkurinn græðir á óvinsældum Íhaldsflokksins

Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Strathclyde, fer fyrir teymi sem kemur útbýr útgönguspá kosninganna, í frétt á vef BBC segir hann að svo gæti farið að tilkynnt verði um sigurvegara kosninganna tvöleytið eftir miðnætti ef fyrstu niðurstöður reynast afgerandi. Lokaniðurstöður munu þó að öllum líkindum liggja fyrir snemma í fyrramálið klukkan sjö á staðartíma á morgun. 

Sir John Curtice hefur verið fastagestur í kosningasjónvarpi breska ríkisútvarpsins BBC frá árinu 1979. Segja má að Sir John Curtice gegni svipuðu hlutverki og Ólafur Þ. Harðarson hefur sinnt hér á landi, hann hefur ásamt Boga Ágústssyni sem hefur greint tölur og lesið í spilin í kosningasjónvarpi RÚV frá árinu 1986.  

Blaðamaður RÚV talaði nýverið við Sir John Curtice sem sagði að þrátt fyrir óvinsældir leiðtoga Verkamannaflokksins, Keir Starmer, gæti flokkurinn fengið allt að 70 prósent þingsæta. Flokkurinn og leiðtogi þess njóti góðs af óvinsældum Íhaldsflokksins og mistökum sem þeir hafa gert að undanförnu.   

Þingmenn Íhaldsflokksins undirbúa sig fyrir erfiða nótt

Sex vikur eru liðnar síðan að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, boðaði til snemmbúna kosninga. Sunak tilkynnti bresku þjóðinni um ákvörðun sína í ræðu sem hann hélt fyrir framan skrifstofu forsætisráðuneytisins á Downing stræti 10. 

Á meðan forsætisráðherrann greindi löndum sínum frá ákvörðun sinni brast á úrhellis regn sem bifaði þó ekki Sunak sem hélt ræðu sinni áfram þrátt fyrir að vera orðinn gegnblautur. Þótti sumum uppákoman vera lýsandi fyrir stöðu Íhaldsflokksins sem spáð er að muni tapa meira 250 þingsætum í nótt. Gangi spárnar eftir fengi flokkurinn um sæti á þinginu sem eru ögn fleiri sæti en Frjálslynda demókrataflokknum er spáð.   

Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins

Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage er spáð þriðja mesta stuðningnum í spá YouGov. Er honum spáð aðeins um þremur þingsætum. Ástæðan fyrir þessu er sú sama og liggur að baki spáðum stórsigri Verkamannaflokksins. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi sem veldur því að fylgi flokka á landsvísu spáir takmarkað fyrir um endanlega þingsætaskipan.

Setið á valdastóli í 14 ár

Breski Íhaldsflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í fjórtán ár. Á þessum árum hafa fimm gegnt embætti forsætisráðherra, fjórar þingkosningar hafa verið haldnar og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Á undanförnum árum hefur fylgi flokksins dregist saman, en sú þróun á verulegt skrið á tímum kórónuverufaraldursins. Fylgistapið er rakið til ýmissa hneykslismála og óvinsælla ákvarðana sem teknar voru af ríkisstjórn Boris Johnson

Fylgi flokksins hélt áfram að skreppa saman eftir að Johnson sagði af sér og tók skarpa dýfu á þeim stutta en um leið stormasaman tíma þegar Liz Truss gegndi embætti forsætisráðherra. Eftir aðeins 49 daga í embætti sagði Truss af sér. Flokknum hefur ekki tekist að ná sér aftur á strik síðan.     

Á vef breska fjölmiðilsins The Guardian er birt samantekt yfir fréttaflutning helstu dagblaða í Bretlandi. Flest blöðin spá afgerandi sigri Verkamannaflokksins. Athygli vekur að fréttamiðlar á borð við The Sun og The Times, blöð sem eru í eigu fjölmiðlasamsteypu auðmannsins Ruperts Murdoch virðast fagna yfirvofandi stjórnarskiptum.

En blöðin, sem og aðrir fjölmiðlar í eigu Murdoch, eru þekkt fyrir að hafa hampa íhaldssömum stjórnmálaskoðunum og gjarnan farið hörðum orðum um Verkamannaflokkinn í fréttaflutningi sínum.  

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
8
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár