Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sögulegar kosningar í Bretlandi

Bret­ar ganga til þing­kosn­inga í dag. Kjör­stað­ir verða opn­ir til klukk­an tíu í kvöld að stað­ar­tíma. Íhalds­flokkn­um hef­ur geng­ið illa að bæta við sig fylgi á þeim sex vik­um sem lið­ið hafa frá því að Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, boð­aði til snemm­bú­inna kosn­inga. Verka­manna­flokk­ur­inn nýt­ur góðs af óvin­sæld­um Íhalds­flokks­ins og er spáð sögu­leg­um sigri í nótt.

Sögulegar kosningar í Bretlandi
Óvinsæll en sigurstranglegur Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, er talinn afar líklegur til þess að taka við forsætisráðherraembættinu þegar niðurstöður þingkosninganna liggja fyrir í fyrramálið. Starmer þykir lítt vinsæll meðal bresku þjóðarinnar en flokkurinn gæti engu að síður tryggt sér um 70 prósent þingsæta á breska þinginu. Mynd: /AFP

Þingkosningar í Bretlandi hófust í dag. Kjörstaðir um allt land opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma en þeim verður í lokað í kvöld klukkan tíu að staðartíma. Verkamannaflokkinum er spáð stórsigri í kvöld. Samkvæmt kosningaspá YouGov er flokknum spáð 39 prósent greiddra atkvæða sem myndi skila flokknum 431 sætum á breska þinginu af þeim 650 sem kosið er um.  

Gangi sú spá eftir væri það stærsti sigur í Verkamannaflokksins frá því hann var stofnaður árið 1900. Sigurinn myndi slá met sem hefur staðið síðan flokkurinn vann glæstan sigur árið 1997 undir leiðsögn Tony Blair. Í þeim kosningum tryggði Verkamannaflokkurinn sér 418 þingsæti. 

Uppfært klukkan 21:41: Samkvæmt útgönguspám sem gefnar voru út þegar kjörstöðum lokaði klukkan 21 að íslenskum tíma er Verkamannaflokknum spáð 410 sætum og Íhaldsflokknum 131 sæti. 

Keir Starmer, sem að öllum líkindum verður næsti forsætisráðherra Breltands, þakkar kjósendum fyrir traustið: 

Verkamannflokkurinn græðir á óvinsældum Íhaldsflokksins

Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Strathclyde, fer fyrir teymi sem kemur útbýr útgönguspá kosninganna, í frétt á vef BBC segir hann að svo gæti farið að tilkynnt verði um sigurvegara kosninganna tvöleytið eftir miðnætti ef fyrstu niðurstöður reynast afgerandi. Lokaniðurstöður munu þó að öllum líkindum liggja fyrir snemma í fyrramálið klukkan sjö á staðartíma á morgun. 

Sir John Curtice hefur verið fastagestur í kosningasjónvarpi breska ríkisútvarpsins BBC frá árinu 1979. Segja má að Sir John Curtice gegni svipuðu hlutverki og Ólafur Þ. Harðarson hefur sinnt hér á landi, hann hefur ásamt Boga Ágústssyni sem hefur greint tölur og lesið í spilin í kosningasjónvarpi RÚV frá árinu 1986.  

Blaðamaður RÚV talaði nýverið við Sir John Curtice sem sagði að þrátt fyrir óvinsældir leiðtoga Verkamannaflokksins, Keir Starmer, gæti flokkurinn fengið allt að 70 prósent þingsæta. Flokkurinn og leiðtogi þess njóti góðs af óvinsældum Íhaldsflokksins og mistökum sem þeir hafa gert að undanförnu.   

Þingmenn Íhaldsflokksins undirbúa sig fyrir erfiða nótt

Sex vikur eru liðnar síðan að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, boðaði til snemmbúna kosninga. Sunak tilkynnti bresku þjóðinni um ákvörðun sína í ræðu sem hann hélt fyrir framan skrifstofu forsætisráðuneytisins á Downing stræti 10. 

Á meðan forsætisráðherrann greindi löndum sínum frá ákvörðun sinni brast á úrhellis regn sem bifaði þó ekki Sunak sem hélt ræðu sinni áfram þrátt fyrir að vera orðinn gegnblautur. Þótti sumum uppákoman vera lýsandi fyrir stöðu Íhaldsflokksins sem spáð er að muni tapa meira 250 þingsætum í nótt. Gangi spárnar eftir fengi flokkurinn um sæti á þinginu sem eru ögn fleiri sæti en Frjálslynda demókrataflokknum er spáð.   

Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins

Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage er spáð þriðja mesta stuðningnum í spá YouGov. Er honum spáð aðeins um þremur þingsætum. Ástæðan fyrir þessu er sú sama og liggur að baki spáðum stórsigri Verkamannaflokksins. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi sem veldur því að fylgi flokka á landsvísu spáir takmarkað fyrir um endanlega þingsætaskipan.

Setið á valdastóli í 14 ár

Breski Íhaldsflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í fjórtán ár. Á þessum árum hafa fimm gegnt embætti forsætisráðherra, fjórar þingkosningar hafa verið haldnar og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Á undanförnum árum hefur fylgi flokksins dregist saman, en sú þróun á verulegt skrið á tímum kórónuverufaraldursins. Fylgistapið er rakið til ýmissa hneykslismála og óvinsælla ákvarðana sem teknar voru af ríkisstjórn Boris Johnson

Fylgi flokksins hélt áfram að skreppa saman eftir að Johnson sagði af sér og tók skarpa dýfu á þeim stutta en um leið stormasaman tíma þegar Liz Truss gegndi embætti forsætisráðherra. Eftir aðeins 49 daga í embætti sagði Truss af sér. Flokknum hefur ekki tekist að ná sér aftur á strik síðan.     

Á vef breska fjölmiðilsins The Guardian er birt samantekt yfir fréttaflutning helstu dagblaða í Bretlandi. Flest blöðin spá afgerandi sigri Verkamannaflokksins. Athygli vekur að fréttamiðlar á borð við The Sun og The Times, blöð sem eru í eigu fjölmiðlasamsteypu auðmannsins Ruperts Murdoch virðast fagna yfirvofandi stjórnarskiptum.

En blöðin, sem og aðrir fjölmiðlar í eigu Murdoch, eru þekkt fyrir að hafa hampa íhaldssömum stjórnmálaskoðunum og gjarnan farið hörðum orðum um Verkamannaflokkinn í fréttaflutningi sínum.  

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár