Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ

Ný rann­sókn við Há­skóla Ís­lands skoð­ar tengsl stjórn­mála og stór­móta í íþrótt­um og hvort ein­ræð­is­rík­um tak­ist að „íþrótta­þvo“ sig með sjón­arspil­inu.

Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ
HM í knattspyrnu Vladimir Putin afhenti boltann til Katar fyrir HM árið 2022. Mynd: Russian Presidential Press and Information Office

Stórmót í íþróttum, allt frá Ólympíuleikum til alþjóðlegra móta í knattspyrnu, hafa reglulega verið haldin í þjóðríkjum þar sem mannréttindi eiga undir högg að sæta. Ný rannsókn við hugvísindasvið Háskóla Íslands veltir því upp hvort með viðburðum eins og HM í knattspyrnu í Rússlandi 2018 og í Katar 2022 takist heimaþjóðunum að hvítþvo ólystuga pólitík sína.

Erum við áhorfendur þá samsek með ódæðunum? „Eða eru slíkir atburðir í raun og veru að hvetja til breytinga til hins betra og að knýja á um mikilvæg verkefni eftir diplómatískum leiðum í gegnum íþróttirnar?“ spyr Vitaly Kazakov, nýdoktor við Háskóla Íslands, sem vinnur að rannsókninni sem er styrkt af RANNÍS, að því fram kemur á vef HÍ.

EM 2024Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú yfir í Þýskalandi.

Í rannsókninni er minni almennings um mótin metið í samhengi við umhverfi stjórnmála og fjölmiðla á þeim tíma. Gjarnan er talað um hvítþvott, eða jafnvel „íþróttaþvott“, tilraunir til að breiða yfir mistök eða misferli eða hreinsun á áburði um skaðlega eða saknæma starfshætti. „Ég er að rannsaka pólitíska þýðingu stórra íþróttaviðburða, eins og Evrópu- og heimsmeistarakeppninnar í fótbolta og Ólympíuleikanna,“ segir Vitaly. „Í því samhengi er ég með til skoðunar viðburði sem eru skipulagðir af lýðræðisríkjum andspænis einræðisríkum.“

Rannsakaði fæðingarland sitt

Vitaly er fæddur í Rússlandi, en alinn upp í Kanada, og fyrstu rannsóknir hans á þessu sviði snéru að notkun Rússa á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og HM í fótbolta fjórum árum síðar. Rannsóknirnar sýndu að mótin lifðu sjálf á eigin forsendum. „Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig. Mig grunar að þetta muni einnig verða raunin í nýju rannsókninni,“ segir hann.

„Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig“

Íþróttir og stjórnmál vefjast saman á margvíslegan hátt, segir Vitaly. „Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 sá maður strax ákall í færslum fréttaveita á borð við BBC og Guardian í Bretlandi um að rússneskum íþróttaliðum yrði vísað úr alþjóðlegum mótum og að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, sem þá var áformaður í Pétursborg, yrði fluttur annað.“

Ísland og Brexit

Vitaly er þessa dagana að skoða samspil Íslands, Englands og Rússlands á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016, atburðarásina í Rússlandi árið 2018 og Evrópumótið 2020. „Þarna skoða ég skörun þessara miklu íþróttaviðurða við Brexit, stríðið milli Rússa og Úkraínumanna og svo COVID-19-heimsfaraldurinn. Ég er spenntur að sjá hvernig ólíkt umhverfi stjórnmála og fjölmiðla, ásamt reynslu frá þessum keppnum, mótar skilning almennings á íþróttaviðburðum annars vegar og á pólitískum áskorunum eða kreppum hins vegar,“ segir Vitaly.

„Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta“

Þá er hann með til rannsóknar hvort svokallað „mjúkt vald“, diplómatískar leiðir þjóða til að ná árangri, hafi áhrif á þessum íþróttamótum þannig að íþróttamenningin örvi samfélagslegar breytingar. „Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár