Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ

Ný rann­sókn við Há­skóla Ís­lands skoð­ar tengsl stjórn­mála og stór­móta í íþrótt­um og hvort ein­ræð­is­rík­um tak­ist að „íþrótta­þvo“ sig með sjón­arspil­inu.

Pólitískur hvítþvottur íþrótta til rannsóknar í HÍ
HM í knattspyrnu Vladimir Putin afhenti boltann til Katar fyrir HM árið 2022. Mynd: Russian Presidential Press and Information Office

Stórmót í íþróttum, allt frá Ólympíuleikum til alþjóðlegra móta í knattspyrnu, hafa reglulega verið haldin í þjóðríkjum þar sem mannréttindi eiga undir högg að sæta. Ný rannsókn við hugvísindasvið Háskóla Íslands veltir því upp hvort með viðburðum eins og HM í knattspyrnu í Rússlandi 2018 og í Katar 2022 takist heimaþjóðunum að hvítþvo ólystuga pólitík sína.

Erum við áhorfendur þá samsek með ódæðunum? „Eða eru slíkir atburðir í raun og veru að hvetja til breytinga til hins betra og að knýja á um mikilvæg verkefni eftir diplómatískum leiðum í gegnum íþróttirnar?“ spyr Vitaly Kazakov, nýdoktor við Háskóla Íslands, sem vinnur að rannsókninni sem er styrkt af RANNÍS, að því fram kemur á vef HÍ.

EM 2024Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú yfir í Þýskalandi.

Í rannsókninni er minni almennings um mótin metið í samhengi við umhverfi stjórnmála og fjölmiðla á þeim tíma. Gjarnan er talað um hvítþvott, eða jafnvel „íþróttaþvott“, tilraunir til að breiða yfir mistök eða misferli eða hreinsun á áburði um skaðlega eða saknæma starfshætti. „Ég er að rannsaka pólitíska þýðingu stórra íþróttaviðburða, eins og Evrópu- og heimsmeistarakeppninnar í fótbolta og Ólympíuleikanna,“ segir Vitaly. „Í því samhengi er ég með til skoðunar viðburði sem eru skipulagðir af lýðræðisríkjum andspænis einræðisríkum.“

Rannsakaði fæðingarland sitt

Vitaly er fæddur í Rússlandi, en alinn upp í Kanada, og fyrstu rannsóknir hans á þessu sviði snéru að notkun Rússa á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og HM í fótbolta fjórum árum síðar. Rannsóknirnar sýndu að mótin lifðu sjálf á eigin forsendum. „Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig. Mig grunar að þetta muni einnig verða raunin í nýju rannsókninni,“ segir hann.

„Mótin hafa þannig í raun varanlega þýðingu fyrir hvernig almenningur túlkar stjórnmálaheiminn í kringum sig“

Íþróttir og stjórnmál vefjast saman á margvíslegan hátt, segir Vitaly. „Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 sá maður strax ákall í færslum fréttaveita á borð við BBC og Guardian í Bretlandi um að rússneskum íþróttaliðum yrði vísað úr alþjóðlegum mótum og að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, sem þá var áformaður í Pétursborg, yrði fluttur annað.“

Ísland og Brexit

Vitaly er þessa dagana að skoða samspil Íslands, Englands og Rússlands á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016, atburðarásina í Rússlandi árið 2018 og Evrópumótið 2020. „Þarna skoða ég skörun þessara miklu íþróttaviðurða við Brexit, stríðið milli Rússa og Úkraínumanna og svo COVID-19-heimsfaraldurinn. Ég er spenntur að sjá hvernig ólíkt umhverfi stjórnmála og fjölmiðla, ásamt reynslu frá þessum keppnum, mótar skilning almennings á íþróttaviðburðum annars vegar og á pólitískum áskorunum eða kreppum hins vegar,“ segir Vitaly.

„Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta“

Þá er hann með til rannsóknar hvort svokallað „mjúkt vald“, diplómatískar leiðir þjóða til að ná árangri, hafi áhrif á þessum íþróttamótum þannig að íþróttamenningin örvi samfélagslegar breytingar. „Þetta vil ég gera til að hjálpa samfélögum að draga lærdóm af fyrri viðburðum á sviði íþrótta.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár