Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Þetta eru stór orð en þetta er mín tilfinning“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir ger­ir upp tím­ann sem fyrsti kven­bisk­up Ís­lands og læt­ur ým­is stór orð falla. Hún ræð­ir einnig upp­vöxt­inn á Ísa­firði þar sem pabbi henn­ar var prest­ur en leik­ir Agnes­ar í æsku sner­ust mik­ið um að gifta og skíra dúkk­urn­ar. Hún trú­ir ekki á til­vilj­an­ir og treyst­ir Guði í kær­leika.

Þrátt fyrir að aðeins tólf ár séu síðan séra Agnes M. Sigurðardóttir var vígð til biskups Íslands, fyrst kvenna, segir hún að miklar breytingar hafi átt sér stað innan þjóðkirkjunnar. „Kirkjan sem næsti biskup tekur við er ekki sú sama og ég tók við,“ segir hún.

Agnes hefur ætíð talað um prestsembættið, sem og embætti biskups, sem lífsstíl. „Ég er náttúrlega alin upp í kirkjunni því pabbi minn var prestur. Ég kann ekki annað en að hafa þetta fyrir lífsstíl,“ segir hún, en faðir hennar var séra Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi. 

„Ég kann ekki annað en að hafa þetta fyrir lífsstíl“

„Ég segi stundum í gríni að ég skilji ekki þennan nýja hugsunarhátt, að fólk vilji hafa skilgreindan vinnutíma. Mín kynslóð er ekkert alin upp við slíkt, sérstaklega ekki vestur á fjörðum. Þar vann fólk bara verkefni þegar þurfti að vinna þau. Þetta er eins …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Í gamla testamentinu er talað um húsasótt sem maður sér að er myglusveppurinn sem er að tröllríða öllu í þjóðfélaginu núna" þetta telur biskupinn dæmi um hve Biblían sé með puttann á púlsinum. En skrifræpa upp á annað þúsund blaðsíður tæpir nú á ansi mörgu eðlilega og reyndar í þessu tilfelli ekki öllu jafn geðslegu. Þá er auðvelt að pikka út að eigin geðþótta og hafa bara það sem betur hljómar. En gamla testamentið er satt að segja ógeðslegt ritsafn sem ýmsir í gegnum tíðina hafa notað til réttlætingar óhæfuverka.
    Allt auðvitað „guði" til dýrðar. Amen
    0
  • Hildigunnur Svínafell skrifaði
    Fyrir 7 árum kom biskupinn í vísiteríu við kirkjuna mína ,þar sem ég var formaður sóknarnefndar,,fékk hún upp skrifað um eignir kirkjunnar, tók mynd af blaðsíðunum Ritarinn var ekki með henni Átti þetta vera skráð á biskupsstofu þegar þangað kæmi að ferðinni lokinni...Í dag júní, 2024..hef ég ekki fengið þessa skýrslu til yfirlestrar, hvort allt hafi verið skráð rétt inn...Þetta er alveg óþolandi,,Er hætt sem formaður, enginn hefur frumritið nema eg,,.á ég þá að fá þetta til yfirlestrar...Virðingafyllst,,..Hildigunnur Sigþórsdóttir fv sóknarnefndarformaður..austur á landi....
    0
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Eins gott að þetta erað hverfa. Kv.Siggi.
    0
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Að vera eyða pássi í þetta, nei takk. Kv.Siggi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár