Þrátt fyrir að aðeins tólf ár séu síðan séra Agnes M. Sigurðardóttir var vígð til biskups Íslands, fyrst kvenna, segir hún að miklar breytingar hafi átt sér stað innan þjóðkirkjunnar. „Kirkjan sem næsti biskup tekur við er ekki sú sama og ég tók við,“ segir hún.
Agnes hefur ætíð talað um prestsembættið, sem og embætti biskups, sem lífsstíl. „Ég er náttúrlega alin upp í kirkjunni því pabbi minn var prestur. Ég kann ekki annað en að hafa þetta fyrir lífsstíl,“ segir hún, en faðir hennar var séra Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi.
„Ég kann ekki annað en að hafa þetta fyrir lífsstíl“
„Ég segi stundum í gríni að ég skilji ekki þennan nýja hugsunarhátt, að fólk vilji hafa skilgreindan vinnutíma. Mín kynslóð er ekkert alin upp við slíkt, sérstaklega ekki vestur á fjörðum. Þar vann fólk bara verkefni þegar þurfti að vinna þau. Þetta er eins …
Allt auðvitað „guði" til dýrðar. Amen