Skugginn af frelsi Julians er glæpavæðing blaðamennsku
Frjáls og kominn heim Julian Assange er frjáls ferða sinna í fyrsta skipti í 14 ár. Hann kom heim til Ástralíu á fimmtudagsmorgun. Undanfarin fimm ár hefur hann dvalið í nær samfelldri einangrun í litlum fangaklefa í hinu alræmda Belmarsh fangelsi í Lundúnum, saklaus að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna. Mynd: AFP
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Skugginn af frelsi Julians er glæpavæðing blaðamennsku

Sátt banda­rískra stjórn­valda við Ju­li­an Assange fel­ur í sér að þau telji hann hafa brot­ið lög með blaða­mennsku en ekki njósn­um eða tölvuglæp­um.. Þetta seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, sem leyf­ir sér nú að fagna frels­un Ju­li­ans. Mála­lok­in feli hins veg­ar í sér sögu­lega en óhugn­an­lega nið­ur­stöðu fyr­ir blaða­menn um all­an heim.

„Það var ekki fyrr en eldsnemma í morgun að við fengum meldingu um að hann væri búinn að klára fyrir þessum dómi og á leið út úr bandarískri lofthelgi, að maður loksins leyfði sér að draga djúpt andann og átta sig á því að þetta væri í höfn,“ sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks og samstarfsmaður Julians Assange til næstum tveggja áratuga, í samtali við Heimildina í hádeginu á miðvikudag.

Það kom eins og þruma úr heiðskíru loft þegar á þriðjudagmorgun birtust fréttir af því að Julian Assange yrði brátt frjáls maður. Hann gengi út úr Belmarsh-fangelsinu, upp í flugvél og á bandarískt áhrifasvæði þar sem hann fór fyrir dómara, sem staðfesti samkomulag sem náðst hafði milli Julians og bandarískra yfirvalda. Julian fengi frelsi, en undirritaði í staðinn játningu, en slyppi við refsingu umfram þá sem hann hefur þegar tekið út.

Eftir margra ára baráttu fyrir lausn Julians, þref og þrásetu …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Ég vil þakka þér Kristinn fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag öll þessi ár fyrir okkur og heimsbyggðina alla.
    Til hamingju Julian Assange með frelsið!
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár