Loftslagsváin hefur afhjúpað göt í íslenskri löggjöf sem nær sumpart illa eða alls ekki utan um verkefni sem vilji er til að koma á fót og er ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Sérstaklega hefur skapast lagaleg óvissa í kringum verkefni sem miða að notkun nýrra aðferða til kolefnisbindingar, meðal annars í hafinu.
„Það er engin löggjöf á Íslandi sem tekur sérstaklega til kolefnisförgunar og í raun er lítið sem ekkert í íslenskum lögum sem nær utan um þetta,“ segir Snjólaug Árnadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. „Það eru stór göt í löggjöfinni eins og er. Í þau þarf að stoppa og brúa bilið milli löggjafarinnar og þessarar nýju atvinnugreinar til að tryggja gagnsæi og skilvirkni og eyða lagalegri óvissu.“
Snjólaug segir þetta vissulega ekki í fyrsta skipti sem löggjöfin sé eftir á þegar vísinda- og tækninýjungar …
Enn eitt hneykslið tengt þessum gjörspillta, siðblinda dela !!