Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100

Stór­felld netárás var gerð á tölvu­kerfi Ár­vak­urs í dag. Tal­ið er að rúss­nesk glæpa­sam­tök tölvu­þrjóta standi að árás­inni. mbl.is lá niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir í dag en er nú orð­inn virk­ur á ný.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100
Hádegismóar Árvarkur, útgfáfufélag Morgunblaðsins, varð fyrir stórfelldri netárás í dag.

Netárás var gerð á miðla Árvakurs skömmu eftir hádegi í dag. Fréttavefurinn mbl.is varð verst fyrir árásinni og ákveðið var að slökkva á kerfum Árvakurs í kjölfarið. Útsendingar útvarpsstöðvanna K100 og Retro hafa einnig legið niðri. Í tilkynningu frá Árvakri kemur fram að svo virðist sem rússnesk glæpasamtök tölvuþrjóta standi á bak við árásina. 

Árvakur gefur út Morgunblaðið og rekur meðal annars fréttavefinn mbl.is auk útvarpsstöðvana K100 og Retro. Þá er prentsmiðjan Landsprent dótturfélag Árvakurs.

„Þetta var stórfelld árás á öll okkar lykilkerfi sem setti starfsemi okkar úr skorðum í dag,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir, blaðamaður og kvöldfréttastjóri á mbl.is, í samtali við Heimildina. 

Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar og fá henni hrundið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Árvakri. 

Fréttavefur mbl.is er nú orðinn virkur á ný og vonar Hólmfríður María að vefurinn sé kominn í fulla virkni . Útsendingar K100 eru einnig hafnar að nýju en útsending Retro liggur enn niðri. 

Vísir hefur eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, að enn sé verið að meta umfang árásarinnar og gat ekki staðfest hvort blaðið komi út á morgun, mánudag. Hólmfríður María segir í samtali við Heimildina að stefnt sé að því að gefa út blað í fyrramálið.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár