Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
Lítil kaupmáttaraukning Vaxtagjöld sem heimili landsins greiða jukust um rúmlega 22 prósent á þessum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Vega þau útgjöld, ásamt þrálátri verðbólgu, að miklu leyti upp á móti aukningu á tekjum heimilanna. Mynd: Golli

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 0,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem að ráðstöfunartekjur á mann mælast jákvæðar, síðan á fyrsta ársfjórðungi 2023. Á þeim fjórðungi jukust ráðstöfunartekjurnar um 0,7 prósent. Þetta kemur fram í nýlegri tilkynningu Hagstofu Íslands

Í tilkynningunni segir að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið um 1,4 milljónum króna á fyrstu þrem mánuðum ársins og jukust því um 6,8 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hins vegar, hækkaði vísitala neysluverðs um 6,7 prósent á sama tímabili. Sé sú þróun tekin með í reikninginn áætlar Hagstofa að kaupmátturinn hafi aðeins aukist um 0,1 prósent á tímabilinu. 

Heildartekjur heimilanna jukust um 7,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi og dugði rétt svo til við að snúa við þeim langvarandi samdrætti í kaupmætti sem mælst hefur undanfarin ár. 

Að undanskildum fyrsta ársfjórðungi 2023 var kaupmáttarbreyting ráðstöfunartekna á …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár