Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Halla Tómasdóttir sótti fylgi sitt til þeirra ungu og þeirra ríku

Sam­kvæmt síð­ustu könn­un Maskínu fyr­ir kosn­ing­ar má sjá hvernig vænt­an­leg­ir kjós­end­ur Höllu Tóm­as­dótt­ur dreifast á mis­mun­andi hópa sam­fé­lags­ins. Halla sótti hvað mest fylgi til ungs fólks, hæstu tekju­hóp­anna og kvenna.

Halla Tómasdóttir sótti fylgi sitt til þeirra ungu og þeirra ríku
Samfélagsmiðlastjarna Áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarsson eða Lil Curly var meðal fjölmargra ungmenna sem sótti kosningavöku Höllu Tómasdóttur í Grósku fyrir viku. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, sótti fylgi sitt mikið til ungs fólks og þeirra sem eru vel settir í samfélaginu í nýliðnum kosningum. Þetta má sjá ef rýnt er í niðurstöður síðustu fylgiskönnunar Maskínu. Söfnun svara í hana lauk kvöldið 31. maí, kvöldið fyrir kjördag, og var könnunin því birt eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir. 

Í könnuninni er deginum ljósara að Halla Tómasdóttir yrði næsti forseti lýðveldisins þann 1. júní, en hún mældist þar með 7% meira fylgi en Katrín Jakobsdóttir, sem var marktækur munur. En hvaða hópar voru það sem Halla Tómasdóttir sótti hvað mest fylgi til?

Af þeim sem völdu Höllu í könnun Maskínu voru nokkuð fleiri konur en karlar. Hún mældist þó vinsælasti frambjóðandinn hjá báðum hópunum en vinsældirnar voru talsvert meira afgerandi meðal kvenna.

Af þeim 689 sem sögðust vilja kjósa Höllu Tómasdóttur í könnun Maskínu voru 285 karlar og 404 konur. Dreifinguna má sjá …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár