Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón?“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur að rík­is­stjórn­in hafi ekki stað­ið við stóru orð­in um auk­inn stuðn­ing við Grind­vík­inga vegna nátt­úru­ham­far­anna í bæn­um.

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón?“

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði á þingi í dag ekki útlit fyrir að stjórnvöld ætluðu sér að veita Grindvíkingum aukinn stuðning til þess að mæta því tjóni sem þeir hafa þegar orðið fyrir vegna jarðhræringa og eldgosa við bæinn. Tvö stjórnarfrumvörp um stuðning við Grindvíkinga voru til umræðu á Alþingi í gær. 

„Á þeim frumvörpum sem við ræddum í gær má skilja að ekki verði meira gert í stuðningi við Grindvíkinga,“ sagði Oddný og vísaði til stjórnarfrumvarps um framhald á núverandi stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og stjórnarfrumvarps um afurðasjóð Grindavíkurbæjar.

„Frumvarpið var um framlengingu rekstrarstyrkja og húsnæðisstuðningi út árið ásamt framlengingu á stuðningi til fyrirtækja til að greiða laun starfsmanna út ágústmánuð. Hitt málið er um afurðasjóð ef tjón verður á matvælum og fóðri í næstu hamförum og er ekki ætlað að bæta tjón sem þegar hefur orðið,“ sagði Oddný sem telur að enn liggi ekki fyrir lausnir sem virki fyrir alla. 

„Stjórnarflokkarnir lofuðu að þeim sem ekki fengju lausn sinna mála yrði mætt síðar en það bólar ekkert á slíkum lausnum. Einstaklingarnir þurfa að standa skil á lánum og skuldbindingum og mörg þeirra eru komin í veruleg vandræði,“ sagði Oddný og spurði: 

„Á virkilega að láta hóp Grindvíkinga sitja uppi með stórkostlegt tjón eftir hamfarirnar?“ 

Síðasta framlengingin

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarpið um breytingar á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Í frumvarpinu er lagt til að ýmsar stuðningsaðgerðir verði framlengdar, mest til 31. janúar 2025. Þetta á að vera síðasta framlenging aðgerðanna, miðað við greinargerð með frumvarpinu. 

„Ekki eru uppi áform um að framlengja frekar umrætt tímabil umfram þann tíma sem gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði Lilju út í þetta í tvígang í gær. Þegar Lilja hafði verið innt eftir svörum öðru sinni sagði hún: „Vari þetta ástand áfram og við þurfum að aðstoða áfram munum við gera það.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kynnti jafnframt frumvarpið um afurðarsjóðinn í gær. 

„Markmiðið er að treysta áframhaldandi atvinnustarfsemi í Grindavíkurbæ með því að gefa atvinnurekendum kost á að sækja um fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar óbeint tjón á afurðum og hráefni vegna hamfaranna,“ sagði Bjarkey. „Úrræðið er hluti af tillögum ríkisstjórnarinnar um frekari stuðning við heimili og fyrirtæki í Grindavík.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • trausti þórðarson skrifaði
    Mig grunar að eignir sem ríkið hefur leyst til sín fari sömu leiðina og eignir íbúðalánasjóðs daginn sem eldsumbrotum lýkur.Hanhafar veiðiheimilda í grindavík eru þegar farnir að nýta kvótann annarsstaðar en munu glaðir þiggja ríkisstyrki.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár