Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar

Loka­kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að það eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ann­að hvort Halla Tóm­as­dótt­ir eða Katrín Jak­obs­dótt­ir verði næsti for­seti Ís­lands. Hálf millj­ón sýnd­ar­kosn­ing­ar sýna að vart er hægt að greina mun á lík­um þeirra á sigri. Leita verð­ur aft­ur til árs­ins 1980 til að finna jafn tví­sýn­ar kosn­ing­ar.

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með mest fylgi í síðustu kosningaspá Heimildarinnar. Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, er hins vegar mjög skammt undan. Katrín mælist með 24,3 prósent fylgi en Halla er með 23,2 prósent. Á þeim er ekki marktækur munur og því er staðan sú á kjördag að tveir frambjóðendur eru með nánast sama stuðning þjóðarinnar þegar hún gengur til kosninga. 

Líkur Katrínar á sigri hafa dalað frá því í byrjun viku og mælast nú 40 prósent. Að sama skapi hafa líkur Höllu Tómasdóttur aukist hratt og mælast nú 34 prósent.

Aðrir frambjóðendur eiga hverfandi möguleika á því að sigra en sú sem kemst næst þeim tveimur sem leiða er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með 16 prósent líkur. Hún nær þó ekki að kljúfa 20 prósenta-múrinn í fylgi í þessari síðustu kosningaspá, sem byggir á þeim skoðanakönnunum sem gerðar voru á lokaspretti kosningabaráttunnar.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, á einungis sjö prósent líkur á því að sigra en fylgi hans er komið niður í 15 prósent, sem er það minnsta sem hann hefur mælst með frá því að skoðanakannanir fóru að birtast.

Fylgi Jóns Gnarr, leikara og fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík, er komið niður fyrir tíu prósent og aðrir frambjóðendur, alls sjö talsins, eru með enn minna fylgi. 

Lokamat tekur inn söguleg frávik

Kosningaspáin er unnin af dr. Baldri Héðinssyni stærðfræðingi. Nú þegar allar skoðanakannanir sem gerðar verða í aðdraganda forsetakosninganna í dag liggja fyrir þá reiknaði hann líka út lokamat á fylgi frambjóðanda þar sem það er framreiknað út frá þeirri fylgisþróun sem átti sér stað síðustu vikuna fyrir kosningar. Út frá því lokamati, og hversu mikið frávik hefur verið á síðustu skoðanakönnun fyrir kosningar í sögulegum gögnum, reiknaði líkan Baldurs líka út líkur á sigri frambjóðanda. Líkurnar eru fengnar með því að keyra 500 þúsund sýndarkosningar til þess að reikna út hversu líklegt sé að hver og einn frambjóðandi sigri.

Lokamat, sem reiknar inn áhrif fylgisþróunar í síðustu vikunni, sýnir að Halla Tómasdóttir mælist með mest fylgi, eða 24,8 prósent. Katrín er þó á nánast sama stað með 24,6 prósent. Á þeim er nær enginn munur og því ljóst að einar mest spennandi kosningar lýðveldissögunnar eru að fara fram í kvöld. Lokamatið sýnir Höllu Hrund með 19,5 prósent fylgi og Baldur með 14,4 prósent. Aðrir frambjóðendur munu ekki ná tveggja stafa tölu. 

Líkurnar á sigri, byggðar á lokamatinu og sögulegu fráviki í síðustu könnunum fyrir kosningar, eru því þannig að Halla á 41 prósent líkur á því að fá lyklavöldin að Bessastöðum og Katrín 40 prósent. Þótt nær enginn munur sé á þeim tveim þá er þetta í fyrsta skipti sem Halla mælist með meiri líkur í útreikningum kosningaspárinnar. Líkur Höllu hafa aukist skarpt síðustu daga en líkur Katrínar dregist saman. 

Sá frambjóðandi sem kemur næst þeim tveim í líkum á því að vinna er Halla Hrund, en líkur hennar eru sem stendur einungis 14 prósent, og því ansi fjarri þeim tveimur sem líklegastar eru til að sigra. Það sem liggur þó fyrir er að allar líkur eru á því að Ísland sé að fara að fá konu sem forseta í annað sinn í lýðveldissögunni og í fyrsta sinn síðan að Vigdís Finnbogadóttir hætti árið 1996, eða í 28 ár. Þær þrjár sem skipa sér í efstu sætin eru samanlagt með 95 prósent líkur á sigri. 

Vigdís sigraði með lægsta hlutfalli atkvæða sem forseti hefur nokkru sinni verið kosinn með, eða 33,8 prósent. Hún fékk 1.911 atkvæði umfram það sem Guðlaugur Þorvaldsson, þáverandi ríkissáttarsemjari, fékk en hann hlaut 32,3 prósent atkvæða.

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er, líkt og áður sagði, unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og gerð það líka í aðdraganda forsetakosninganna einnig. 

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjan Jons skrifaði
    Hvers vegna sitjum við uppi með Amerískan forstjóra sem forseta?

    Vegna þess að Mogginn, Rúv og Gllup/Aston JL fældu fólk frá Höllu Hrund Logadóttur til að reyna að þvinga fv. forréttindaráðherra ofan í okkur "óvitana".

    Fyrir svona afrek fær Moggi opinbera styrki
    -1
  • Kristjan Jons skrifaði
    Hér fellur sjálfur Þórður Snær í gryfju auglýsingastofunnar Gallup. Skoðanakönnun þeirra nær 7 daga aftur í tímann, og þeir leyna því hver er með mestu fylgisaukninguna síðustu 4 daga. Siðrof er framundan.
    -1
  • Guðmundur Vignir Óskarsson skrifaði
    Mín sterka tilfinning er að straumurinn síðustu daga liggi til Höllu Hrundar sem stóð sig frábærlega og best í þeim málum sem mestu máli skipta fyrir þjóðina 👍🇮🇸
    0
    • Kristjan Jons skrifaði
      Já, og það eru til tölur sem segja það sama, en þeim er leynt til að tvístra fylginu.
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár