Ásdís Rán ólst upp að mestu á landsbyggðinni; á Egilsstöðum, Fellabæ og Höfn í Hornafirði: ... og átti þar prýðileg æskuár. „Ég er svo heppin að eiga frábærar minningar með fjölskyldunni. Ég var mikið náttúrubarn og eyddi mestum tíma úti í náttúrunni eða í kringum hesta eða önnur dýr,“ segir hún um æsku sína.
En hvernig unglingur varstu?
„Á unglingsárunum flutti ég af Austurlandi beint í Breiðholtið og þar tók gelgjuskeiðið við. Það má segja að ég hafi verið frekar óþekkur unglingur en samt sterk og ákveðin. Þegar kom að 10. bekk fór ég í Eiðaskóla á heimavist og var sá vetur mikið ævintýri en ekki vænlegur til að hrista af mér gelgjuna. Eftir það tók við módelferill og hin ýmsu uppátæki í höfuðborginni.“
Aðspurð um hvaða atburðir í lífinu hafi haft mótandi áhrif á hana svarar Ásdís: „Ég eignaðist fyrsta barnið þegar ég var …
Athugasemdir (1)