Miðvikudagur 22. maí – Tíu dagar í kosningar
Sérmerktir hlaupaskór fyrir „Queen KJ“
Lokasprettur kosningabaráttunnar hófst með léttum spretti þegar Katrín Jakobsdóttir bauð í skemmtiskokk með ofurhlauparanum Mari Järsk. „Ég er ekki að kjósa, ég er helvítis útlendingur,“ sagði Mari, sem furðaði sig á af hverju í ósköpunum fólk er að dæma hana fyrir að hlaupa með Katrínu, en henni höfðu borist nokkur slík skilaboð fyrir hlaupið. „Hvort sem ég væri að fara að kjósa Katrínu eða ekki, hvað kemur það fólki við?“ sagði Mari og kláraði snúðinn og kókómjólkina sem hún splæsti í á meðan hún beið eftir Katrínu í Björnsbakaríi á Seltjarnarnesi en það var upphafsstaður skemmtiskokksins. Uppleggið var ef til vill að hittast úti en norðanáttin var ansi köld á nesinu og því söfnuðust skokkarar saman inni í bakaríinu. „Ég biðst bara afsökunar á að fylla bakaríið,“ sagði Katrín þegar hún mætti örskömmu síðar. „En samt ekki.“ …
Athugasemdir