Nú eru 28 ár liðin síðan Ástþór Magnússon kom fram með sitt fyrsta framboð til forseta Íslands og forvitnilegt að vita hvað skyldi hafa knúð hann til að leggja þetta á sig aftur og aftur.
„Þá vissi ég að þetta yrði áratugaverkefni,“ segir hann sem kveðst hafa fengið sýn. Andlega sýn. „Mér var sýnt árið 2025 – eins og stendur í bókinni sem ég dreifði á sínum tíma á öll heimili á landinu. Ég vissi að þetta yrði ekki búið fyrr en þá.“ Hann var um fertugt þá en er sjötugur í dag.
„Þetta gaf mér þennan styrk til að vinna í þessu alla þessa áratugi. En þetta snýst ekki um að ég vinni einhverjar kosningar heldur það að koma fram með nýja hugmyndafræði og slíkt tekur alltaf tíma. En ég hef verið sannspár í því sem ég hef sagt. Ég hef komið fram með …
Athugasemdir