Eiríkur Ingi Jóhannsson varð landsfrægur fyrir það að hafa verið eini maðurinn sem lifði af þegar Hallgrímur SI-77 sökk í aftakaveðri í janúar árið 2012. Það er þó ekki eina skiptið sem hann hefur komist í hann krappan á hafi.
Hann lýsir fyrsta sjávarháskanum fyrir blaðamanni. En hann drukknaði næstum undan ströndum Havaí þegar hann var um 9 ára gamall. Á þeim tíma bjó hann þar, en Eiríkur hefur í heildina eytt um tólf árum ævinnar í Bandaríkjunum.
„Ég fór á ströndina einn, fór of langt og svo saug sjórinn mér út. Svo kom brotsjórinn á mann.“ Eiríkur hélt þá að hann myndi ekki ná að komast úr sjónum. „En ég náði svo að skríða eftir botninum, eftir sandbárunum sem eru þar niðri. Náði að klóra mér þar, sparka mér upp og anda þarna alveg í lokin.“
Spurður hvort honum hafi aldrei dottið í hug að forðast hafið svarar hann …
Athugasemdir