Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Stendur keik frammi fyrir kjósendum

Helga Þór­is­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um á kjör­dag. Flest­ir í nán­asta um­hverfi Helgu koma úr heil­brigð­is­geir­an­um og um langt skeið kom ekk­ert ann­að til greina en að verða lækn­ir. Þó svo að hún hafi á end­an­um val­ið lög­fræði seg­ir hún að grunn­gildi sín séu að hlúa að sam­fé­lag­inu og gera það betra.

Stendur keik frammi fyrir kjósendum
Helga Þórisdóttir , segir að hún myndi vilja dýpka umræðuhefðina í íslensku samfélagi. Mynd: Golli

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi ætlaði að leggja fyrir sig læknisfræðina eins og flestir í fjölskyldu hennar hafa gert. Sterk réttlætiskennd og sígildu sjónvarpsþættirnir um lögfræðinginn Matlock urðu þó til þess að Helga lagði lögfræðina fyrir sig.

Helga segir að það að hafa alist upp og umgengist fólk sem starfar flest í heilbrigðisgeiranum hafi haft mikil áhrif á lífsskoðun hennar, sem í grunninn er að hlúa að samfélaginu og skila góðu dagsverki. Helga segir þessi gildi og viðhorf muni lita störf hennar í embætti forseta Íslands, nái hún kjöri. 

Ætlaði upphaflega í læknisfræðina

Flestir í nánasta umhverfi Helgu Þórisdóttur hafa með einum eða öðrum hætti starfað í heilbrigðisgeiranum. Hún segir að það hafi litað skoðanir hennar og gildi allar götur síðan. „Það var mikið talað um heilbrigði og heilbrigt umhverfi,“ segir Helga.

Faðir Helgu, Þórir Helgason, var sérfræðingur í lyflækningum. Helga segir föður sinn hafa verið brautryðjandi á sínu sviði en hann …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjan Jons skrifaði
    Frá því fv. forsætisráðherra komst til valda hefur spillingavísitala Íslands hækkað stöðugt (sbr. grein Þórðar S. Júlíussonar, í Heimildinni 30.1.2024). Mútumálin eru mörg og tengslanetið er þjóðhættulegt. Dæmi: Gallup birtir skoðanamyndandi "niðurstöðu" kvöldið fyrir kosningar. Gallup er í eigu sama eiganda og Aston JL auglýsingastofan, og sá eigandi er fulltrúi VG í suðvesturkjördæmi, m.a.s. einn höfunda ICESAVE samninga og einkavinur fv. forsætisráðherra sem aftur réð Aston JL fyrir kosningabaráttuna. Það vantar eftirlit með forsetakosningum á Íslandi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár