Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi þingmaður og sjávarútvegsráðherra, er starfandi stjórnarformaður frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækisins Driftar EA sem stofnendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, hafa sett á laggirnar. Drift mun reka frumkvöðla- og nýsköpunarsetur í gamla Landsbankahúsinu á Akureyri sem styrkir frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Þeir Þorsteinn og Kristján ætla að leggja félaginu til 200 milljónir króna á ári.
Félagið er stofnað í tilefni af 40 ára afmæli Samherja og vilja þeir Þorsteinn Már og Kristján með því láta gott af sér leiða í samfélaginu. Í tilkynningu sagði um félagið: „Tilgangurinn með stofnun félagsins er að gefa til baka til samfélagsins en um leið skapa tækifæri og byggja upp atvinnugreinar á Eyjafjarðarsvæðinu.“
Starfsemi Driftar var kynnt á sérstökum fundi í menningarhúsinu Hofi þann 16. maí síðastliðinn.
Um er ræða enn eitt dæmið um fjölþættan fjárstuðning Samherja og …
Athugasemdir (2)