Alvotech, verðmætasta félagið á íslenskum hlutabréfamarkaði, tapaði alls 218,7 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða 30,2 milljörðum króna. Það þýðir að félagið tapaði um 332 milljónum króna að meðaltali á hverjum degi á umræddu tímabili.
Þetta er minna tap en á sama tímabili í fyrra en bætist við samtals 149,4 milljarða króna tap á árunum 2022 og 2023. Alvotech hefur því tapað um 179,6 milljörðum króna á 27 mánuðum. Það þýðir að félagið hafi tapað tæplega 219 milljónum króna að meðaltali á hverjum einasta degi á tímabilinu sem um ræðir.
Í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs kemur fram að tekjur hafi þó aukist umtalsvert milli ára, úr 16 í 37 milljónir dala, sem eru um 5,1 milljarðar króna. Heildartekjur af vörusölu drógust reyndar saman um rúmlega fimmtung en á móti jukust leyfisgreiðslur og „aðrar greiðslur“ úr …
Athugasemdir