Líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sigri í komandi forsetakosningum, sem fram fara eftir 13 daga, eru 36 prósent. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri á 32 prósent möguleika á að verða næsti forseti eins og sakir standa og Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, á 15 prósent líkur á því að enda sem bóndi á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team og sá frambjóðandi sem hefur verið að bæta við sig mestu fylgi síðustu daga, á sem stendur tíu prósent líkur á því að sigra í kosningunum og líkurnar á því að Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti forseti eru nú um tíu prósent. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, á eins prósents líkur á því að sigra í kosningunum og hinir sex frambjóðendurnir minna en það.
Þetta er niðurstaða útreikninga Dr. Baldurs Héðinssonar á líkum hvers frambjóðanda á sigri. Hana fær Baldur út með …
Athugasemdir (4)