Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Konráð nýr efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, hef­ur ver­ið ráð­inn efna­hags­ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Frá­far­andi að­stoð­ar­mað­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar er orð­inn að­stoð­ar­mað­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra.

Konráð nýr efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar
Konráð Guðjónsson er nýr efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Konráð S. Guðjónsson verið hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og ber titilinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Konráð hafði verið aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur frá því í nóvember 2023. Hann er hagfræðingur en hann hefur starfað sem aðalhagfræðingur Arion banka og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs meðal annars. 

Aðrir aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar eru þær Dagný Jónsdóttir og Anna Lísa Björnsdótitr. 

Aðstoðarmaður ríkisstjórnar verður aðstoðarmaður Bjarna

Aðrar breytingar á aðstoðarmönnum eru þær að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ráðið Áslaugu Maríu Friðriksdóttur sem aðstoðarmann sinn.

Áslaug María hafði verið einn þriggja aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar frá því síðasta haust. Hún er sálfræðingur að mennt og fyrrverandi borgafulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún mun sinna því starfi ásamt Hersi Aroni Ólafssyni sem hefur verið aðstoðarmaður Bjarna allt frá árinu 2020.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað á þetta að sýna okkur að ríkisstjórnin er hægri öfgastjórn í boði framsóknarflokksins, sjálfstæðisflokksins og VG liða ! Ekkert nýtt !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár