Rétt fyrir utan Borgarnes hefur fyrirtækið Effect aðsetur og býður þaðan upp á fræðslugreiningu fyrir fyrirtæki sem og einstaklinga. Fræðslugreiningin byggir á rauntímamælingum sem gefur fyrirtækjum gögn til að bregðast við fræðslu og þjálfun í rauntíma og gefur einnig starfsfólki verkfæri til að taka betur ábyrgð á eigin þjálfunar- og fræðsluvegferð. Það var Eva Karen Þórðardóttir sem stofnaði fyrirtækið árið 2019 og segist hún ekki hafa rekist á fræðslugreiningu annars staðar, hvorki hérlendis né erlendis, sem þjónustar bæði starfsfólk sem og fyrirtæki.
„Ég hef starfað í fræðslumálum allt frá árinu 2016, verið ráðgjafi hjá mörgum fyrirtækjum og unnið við að setja niður fræðslustefnu og greina fræðsluþörf innan þeirra. Þetta er vandmeðfarið, það þarf að fara varlega með tíma fólks í starfi, það er mikið að gera hjá öllum. Þetta virkar líka ekki þannig að allir taki sama fræðslupakkann, og ég hef verið að reyna að finna leiðir varðandi hvaða …
Athugasemdir