Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
Þórarinn Eyfjörð Þórarinn, formaður Sameykis, segist hafa tekið sumt af gagnrýni um framkomu sína gagnvart starfsfólki Sameykis til sín.

Gengið hefur á ýmsu á skrifstofu Sameykis undanfarin misseri. Umtalsverð velta hefur orðið á þeim fámenna hópi starfsfólks sem starfar í þágu rúmlega 14.000 félagsmanna sem félagið stendur í forsvari fyrir.

Á síðasta ári leiddi árleg starfsánægjukönnun sem Sameyki stendur fyrir, Stofnun ársins, í ljós að líðan starfsfólks í vinnunni hafi versnað. Sömuleiðis hafi ánægja með stjórnendur félagsins einnig dregist saman. 

Er því haldið fram að ósættið á vinnustaðnum megi að miklu leyti rekja til framkomu og stjórnarhátta formanns Sameykis, Þórarins Eyfjörð.

Formaður er sagður kröfuharður og hvass í samskiptum sínum við starfsfólk sitt og hafa nokkrir viðmælendur Heimildarinnar gengið svo langt að lýsa stjórnunarstíl hans sem ógnarstjórn. 

Á undanförnum mánuðum, frá því að niðurstöður starfsánægjukönnunarinnar lágu fyrir, hafa ráðamenn í Sameyki unnið að því að ráða bót á mannauðsvandanum á skrifstofu félagsins. Til að mynda leitaði félagið til sálfræði- og ráðgjafastofunnar Líf og sál til þess að gera …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár