Kona kallaði að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þegar hún hélt ávarp á árlegri ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í morgun.
„Við erum sjálfstæð en við erum ekki hlutlaus. Við erum herlaus en erum ekki varnarlaus. Við erum auðmjúk en við höfum sjálfstraust. Við erum fá en framlag okkar skiptir máli,“ sagði Þórdís áður en kona kallaði að henni úr salnum.
„Mig langar að spyrja þig...“ byrjaði konan.
„Þú getur spurt mig eftir ávarpið,“ svaraði Þórdís.
Spurning konunnar heyrist ekki almennilega á upptöku af fundinum en Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi var á staðnum og klappaði fyrir konunni.
„Hún var að spyrja, ef ég man rétt, af hverju stjórnvöld hefðu ekki fordæmt árásirnar á Gaza,“ segir Ástþór í samtali við Heimildina.
Fékk konan eitthvað svar við því?
„Nei, hún var bara þögguð niður,“ …
Það virðist sem sumir hafi haldi að bókin 1984 eftir Orwell væri leiðbeiðningabæklingur.
Eitthvað segir okkur að íslenskir ráðamenn fylgist ekki með.