Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar bera lítið traust til Bjarna

Breyt­ing­arn­ar sem gerð­ar voru á rík­is­stjórn­inni ný­ver­ið, þar sem Bjarni Bene­dikts­son tók við sem for­sæt­is­ráð­herra, fara vel of­an í meiri­hluta kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks. All­ir aðr­ir kjós­end­ur eru mun nei­kvæð­ari gagn­vart breyt­ing­un­um.

Meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar bera lítið traust til Bjarna
Leiðir ríkisstjórn Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu fyrr í þessum mánuði. Sjö af hverjum tíu eru neikvæðir gagnvart breyttri ríkisstjórn. Mynd: Golli

Átta af hverjum tíu sem kaus Vinstri græn í síðustu kosningum segjast bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, nýs forsætisráðherra. Þar af segja 70 prósent þeirra að þeir beri mjög lítið traust til hans. Vantraustið er líka mikið hjá þeim sem myndu kjósa Vinstri græn ef kosið yrði í dag. Þar segjast 65 prósent bera lítið traust til nýja forsætisráðherrans. 

Staðan er ekki ósvipuð hjá þeim sem kusu Framsóknarflokkinn í kosningunum 2021, en sá flokkur vann mikinn kosningasigur þá og fékk 17,3 prósent atkvæða. Enginn flokkur bætti meiru við sig en Framsókn í þeim kosningum. Alls 74 prósent þeirra sem settu X við B síðast þegar var kosið bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar sem forsætisráðherra og 68 prósent þeirra sem ætla að kjósa flokkinn næst þegar boðið verður upp á þingkosningar. 

Í heild sögðust 73 prósent allra svarenda vantreysta Bjarna og það kemur lítið á óvart að vantraustið er almennt hjá kjósendum stjórnarandstöðuflokka. Sá litli stuðningur sem mælist hjá kjósendum samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins kemur þó meira á óvart, enda naut Katrín Jakobsdóttir töluverðs trausts hjá kjósendum allra stjórnarflokkanna þann tíma sem hún leiddi ríkisstjórn þeirra, en það hafði hún gert frá árinu 2017. Auk þess sýna skoðanakannanir vegna komandi forsetakosninga að kjósendur stjórnarflokkanna styðja hana langt umfram aðra. Raunar er stærsti stuðningsmannahópur hennar, flokkaður eftir fylgni við stjórnmálaflokka, þeir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir eru líka eini hópurinn sem treystir Bjarna Benediktssyni vel sem forsætisráðherra. Alls 69 prósent þeirra sem ætla sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru þeirrar skoðunar Sá hópur sem kemst næst honum eru væntanlegir kjósendur Miðflokksins. Rétt um tveir af hverjum tíu þeirra segist treysta Bjarna vel. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur um nokkuð langt skeið verið að mælast með töluvert minna fylgi en hann fékk í kosningunum 2021, þegar 24,4 prósent kjósenda kusu hann. Fylgið hefur stöðugt verið að mælast undir 20 prósent í töluverðan tíma. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að tapa kjósendum. Af þeim sem eru vissir um að kjósa flokkinn í næstu kosningum segjast 55 prósent bera mikið traust til Bjarna. 

Mikill munur á jákvæðni gagnvart breytingum

Tölur Maskínu sýna líka með afgerandi hætti að væntanlegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru mun ánægðari með þær breytingar sem gerðar voru á ríkisstjórninni í held en þeir sem ætla sér að kjósa Vinstri græn eða Framsóknarflokkinn. Þær fólu í sér að  Bjarni Benediktsson tók við sem forsætisráðherra en Katrín Jakobsdóttir vék úr ríkisstjórninni og fór í forsetaframboð, að Svandís Svavarsdóttir færðist í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kom ný inn í stjórnina sem matvælaráðherra í stað Svandísar. 

Þannig sögðust 63 prósent þeirra sem ætla að styðja Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum vera jákvæðir gagnvart breytingunum sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Á sama tíma sögðust 37 prósent kjósenda Vinstri grænna og 17 prósent væntanlegra kjósenda Framsóknarflokks vera jákvæðir gagnvart breytingunum. 

Sama mynstur birtist þegar væntanlegir kjósendur flokka svöruðu hvort þeir teldu að ný ríkisstjórn myndi vinna meira eða minna gagn fyrir þjóðina. Rúmlega helmingur Sjálfstæðismanna var þeirrar skoðunar en innan við fimmtungur kjósenda Vinstri grænna og Framsóknarflokks. 

Þrjú prósent kjósenda Vinstri grænna ánægð með breytingar

Maskína spurði líka hvort svarendur bæru meira traust til ríkisstjórnarinnar eftir forsætisráðherraskiptin. Í svörunum sem bárust kom fram að 39 prósent væntanlegra kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru á þeirri skoðun. 

Þeir sem ætla sér að styðja hina stjórnarflokkanna voru ansi langt frá þeirri niðurstöðu í sínum svörum. Einungis tæplega þrjú prósent þeirra sem ætla sér að kjósa Vinstri græn í næstu kosningum, sem fara í síðasta lagi fram haustið 2025, segja að breytingarnar hafi aukið traust þeirra á ríkisstjórnina og tæplega átta prósent kjósenda Framsóknarflokksins höfðu þá skoðun.

Könnun Maskínu, sem gerð var fyrir Heimildina, fór fram dagana 12. til 16. apríl 2024. Svarendur voru alls 1.020 talsins.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
3
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár