Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

11 ára stúlka fann stærsta sæskrímsli sögunnar

Ru­by Reynolds og pabbi henn­ar voru að vappa í fjör­unni við Somer­set á Bretlandi þeg­ar hún kom auga á nokk­uð sem hafði ver­ið graf­ið í fjöru­borð­inu í 205 millj­ón­ir ára.

11 ára stúlka fann stærsta sæskrímsli sögunnar
Hvaleðlan í Somerset áður en hún grófst í sandinn sem varðveitti leifar hennar í 205 milljón ár. Myndina gerði Sergey Krasovskiy.

Stærsta hvaleðla sem fundist hefur er nú komin fram í dagsljósið, um það bil 205 milljónum ára eftir að hún drapst við ósa ár einnar sem féll út í heldur þröngt úthaf.

Úthafið heitir núna Norður-Atlantshaf og er ansi miklu breiðara en það var þá, áin hefur fengið nafnið Severn og rennur um Bretland, nánar tiltekið héraðið Somerset.

Og eðlan?

Jú, árið 2020 voru feðgin á rölti í fjörunni við ósa Severn og hin 11 ára Ruby Reynolds rakst á eitthvað sem henni fannst óvenjulegt. Hún kallaði í Justin föður sinn og eftir að hafa skoðað hlutinn hátt og lágt töldu þau líklegt að þarna væri um steingerving að ræða.

Steingerving af neðri kjálka úr einhverju dularfullu dýri.

Þau sáu móta fyrir stórum tönnum. Já, engum smáræðis tönnum.

Feðginin höfðu samband við Dean Lomax steingervingafræðing við háskólann í Bristol og í gær birti vefritið Plos One ritgerð eftir Lomax og nokkra félaga um þennan beinafund. Athygli vekur að bæði Justin Reynolds og Ruby dóttir hans eru skráðir meðhöfundar ritgerðarinnar.

Ekki á hverjum degi sem 14 ára gömul stúlka er meðal höfunda að alvarlegri vísindagrein í alvarlegu vísindariti.

Dean Lomax (lengst til vinstri), Ruby Reynolds og Justin faðir hennar, og Paul de la Salle.De la Salle fann árið 2018 bein af svipaðri eðlu í fjöru við Bretland og tók þátt í að rannsaka beinin sem Reynolds-feðginin fundu. Fyrir framan eru steingervingarnir.

Niðurstaðan er sú að um sé að ræða áður óþekkta tegund af hvaleðlu (ichthyosaurus) en þær lifðu í sjónum kringum risaheimsálfuna Pangeu og síðan í innhöfum og fjörðum og flóum og sundum þegar Pangea tók að klofna í sundur.

Og það var engin smá eðla. 

Grundvallarmunur var á útliti og líkamsbyggingu hvaleðla (efri mynd) og svaneðla (neðri mynd).Hvorug dýrin voru af kyni risaeðla. Hvaleðlur þróuðust fyrst, líklega fyrir um 250 milljón árum, en svaneðlur „ekki fyrr“ en fyrir rétt tæplega 200 milljón árum, enda var þá pláss í sjónum eftir að margar tegundir hvaleðla höfðu dáið út.

Út frá þeim steingervingum sem fundist hafa hefur verið reiknað út að hún hafi verið sannkallað skrímsli — 25 metra löng og raunar kannski lengri.

Það sem meira er, skrímslið virðist hafa verið fremur ungt að árum og enn að stækka eins og títt er að eðlur geri nær alla ævina. Enginn veit því hve löng eðlan hefði getað orðið.

Þarna er ótvírætt um að ræða lengsta og eflaust líka þyngsta sjávarskriðdýr sem vitað er um. Engin hvaleðla af þessari lengd hefur áður fundist og heldur ekki svaneðla (plesiosaurus). 

Langreyðar á vorum dögum geta náð 25 metra lengd og steypireyðar 30 metrum, hugsanlega 32 metrum. En hvaleðlan hennar Ruby er þá altént þriðja stærsta sjávardýr sögunnar.

Aðeins fáeinum milljónum ára eftir að hvaleðlan drapst af ókunnum ástæðum við ósa Severn fljóts — eða fyrir 201 milljón árum — urðu miklar hamfarir á jörðinni og þá dóu margar hvaleðlutegundir út.

Ástæðurnar eru ekki að fullu ljósar en marga vísindamenn grunar að gríðarleg eldvirkni á mótum Norður- og Suður-Ameríku annars vegar og Evrópu og Afríku hins vegar sé helsti sökudólgurinn, en tvístrun Pangeu var þá í fullum gangi.

Hvaleðlur við leik skammt frá ströndum Bretlands.Gabriel Ugueto teiknaði myndina.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár